Konum blæðir

Home / / Konum blæðir

Konum blæðir

Konum blæðir

Konum blæðir er neyðarsöfnunarátak sem UN Women á Íslandi hrinti af stað í nóvember 2016 í ljósi skelfilegs ástands í Mosul í Írak. Til þess að vekja athygli á þeim grimma veruleika sem konur í Írak búa við birti landsnefndin myndband sem setti vandann í áhugavert samhengi. UN Women hvatti alla til að leggja átakinu lið með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.490 kr.). Hvert sms veitti konu á flótta sæmdarsett sem gerir konum kleift að viðhalda sjálfsvirðingu og reisn sinni í erfiðum aðstæðum. Sæmdarsett UN Women innihalda dömubindi, sápu og vasaljós.

Óhætt er að segja að myndbandið hafi vakið mikla athygli og hreyft við fólki ef tekið er mið af þeim mikla stuðningi sem barst frá almenningi. Í kjölfar söfnunarinnar gat UN Women dreift sæmdarsettum að andvirði sex milljóna króna til kvenna á flótta. Í kjölfar neyðarsöfnunarinnar hóf landsnefndin sölu á sæmdarsettum fyrir konur í Mosul kring fyrir jólahátíðina. Sæmdarsettið var táknræn gjöf sem landsmenn gátu gefið í nafni vina og vandamanna. Auglýsingastofan Döðlur vann myndbandið og TM styrkti framleiðslu þess.

Ástandið í Mosul 2016

  • Víga­sveit­ir íslamska rík­is­ins höfðu lagt borg­ina und­ir sig og hörð átök geisuðu í borginni
  • Um 148 þúsund Mosul búar flúðu heim­ili sín og lentu á ver­gangi í kjölfarið
  • Fólk flúði meðal ann­ars til Ninewa-svæðis­ins suðaust­ur af Mosul þar sem settar voru upp búðir fyrir flótta­fólk
  • UN Women dreifðu þar sæmd­ar­sett­um til kvenna og sam­hæfðu aðgerðir á svæðinu til að tryggja að veitt væri kven­miðuð neyðaraðstoð

Hægt er að styðja við konur í neyð með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women.

Related Projects