Stríð, átök, hryðjuverk og ofbeldisfullar öfgastefnur fela í sér kynjamismunun og hafa hræðileg áhrif á líf kvenna og stúlkna.

Þar sem upplifanir kvenna og karla af stríði eru ólíkar er mikilvægt að viðhorf beggja hópa komi fram í friðaruppbyggingu. Aðkoma kvenna skiptir miklu máli þegar kemur að greiningu átaka og þegar leita skal leiða í friðaruppbyggingu þar sem áhersla er lögð á þátttöku allra, gegnsæi og sjálfbærni friðarferla.

Með samþykkt ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 árið 2000, viðurkenndi öryggisráðið í fyrsta skipti sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar. Ályktunin undirstrikar mikilvægt hlutverk kvenna við átakavarnir, friðsamlega lausn átaka og friðaruppbyggingu og leggur áherslu á jafna þátttöku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem ætlað er að viðhalda og stuðla að friði og öryggi.

UN Women ýtir undir forystu kvenna og þátttöku þeirra í friði og öryggi með ýmsum hætti:
  • bæta aðgengi þeirra að stefnu- og lagamótunarferlum, friðarviðræðum og alþjóðlegum ráðstefnum
  • auka framlag þeirra til friðaruppbyggingar og fjölga konum í leiðtogastöðum.
  • Konur séu þátttakendur á öllum stigum friðarviðræðna, friðaruppbyggingar og varnarmála
  • Fjölga kvenfriðargæsluliðum og auka vernd þeirra
  • Vernd fyrir konur og kvennasamtök sem berjast fyrir mannréttindum
  • Auka rannsóknir, gagnaöflun og draga lærdóm af áhrifaríkum leiðum til bæta stefnu og verkefni tengd málaflokknum
  • Enda refsileysi
  • Sporna gegn ofbeldisfullum öfgasamtökum
  • Fjölga aðgerðaráætlunum aðildarríkja um málaflokkinn
  • Fyrir hönd SÞ sér UN Women um samræmingu milli stofnana, skýrslugerð og samskipti við öryggisráð SÞ

Einnig sinnti UN Women því mikilvæga hlutverki að leggja grunninn og skapa aðstæður þar sem konur geta sinnt þessu hlutverki. UN Women stuðlar að friði með því að styðja allar konur af ólíkum uppruna og aldri til að taka þátt í friðaruppbyggingu og koma á varanlegum friði.