Hvert einasta samfélag í heiminum er þjakað af kynbundnu ofbeldi – á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Kynbundið ofbeldi hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- sem og félagslegu tilliti. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt ofbeldi á lífsleiðinni og er það eitt útbreiddasta mannréttindabrot heims. Ofbeldi gegn konum og stúlkum má flokka í líkamlegt, kynferðislegt og andlegt ofbeldi og á sér ólíkar birtingarmyndir.

Ofbeldi í nánum samböndum, veldur andlegum, kynferðislegum og/eða líkamlegum skaða. Ofbeldi af hálfu maka er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis.

  • Daglega eru 137 konur myrtar af hendi náins fjölskyldumeðlims.

Kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni og/eða nauðgun eða hvers kyns kynferðislegt athæfi, sem framið er gegn vilja einstaklings. Annað hvort þegar þessi einstaklingur veitir ekki eða getur ekki veitt samþykki.

  • 15 milljónir núlifandi unglingsstúlkna (15-19 ára) hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.

Mansal og kynferðisleg misnotkun í gróðaskyni, er útbreidd birtingarmynd ofbeldis gegn konum þar sem konur eru hnepptar í kynlífsánauð.

  • Konur er 72% allra þeirra í heiminum sem hneppt eru í mansal og kynlífsþrælkun.

Limlestingar á kynfærum kvenna, sviptir konur heilsu, sæmd og yfirráðum yfir eigin líkama og dregur konur í mörgum tilfellum til dauða.

  • 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna hafa verið limlestar á kynfærum

Þvinguð barnahjónabönd, hafa víðtæk og alvarleg áhrif á líf og heilsu stúlkna og svipta þær grundvallarréttindum sínum til náms og þroska.

  • Á hverri mínútu eru 23 barnungar stúlkur þvingaðar í hjónaband

UN Women vinnur að því að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum.

DÆMI UM VERKEFNI