Stella Samúelsdóttir
Framkvæmdastýra
stella@unwomen.is

UM STELLU
Stella hefur yfirumsjón með verkefnum og daglegum rekstri UN Women á Íslandi ásamt því að vera talskona samtakanna. Hún er mann­fræðing­ur með mennt­un á meist­ara­stigi í op­in­berri stjórn­sýslu, alþjóðasam­skipt­um og hag­fræði. Stella hef­ur meira og minna verið búsett erlendis síðustu 15 árin. Fyrst á Ítalíu, svo í Malaví og loks í Bandaríkjunum. Hún hefur víðtæka starfs­reynslu bæði á sviðum þró­un­ar­sam­vinnu, rekst­urs og viðskipta. Hún starfaði í fimm ár á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar Íslands í Mala­ví og seinna sem sér­fræðing­ur hjá fasta­nefnd Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum í New York þar sem hún tók þátt í hinum ýmsu samn­ingaviðræðum fyr­ir hönd Íslands í alls­herj­arþingi SÞ, þ.á.m. var hún þátt­tak­andi í samn­ingaviðræðum um stofn­un UN Women. Hún hef­ur einnig starfað sem sjálf­stæður ráðgjafi í þró­un­ar­mál­um sem og rekið eigið fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um.

Marta Goðadóttir
Kynningarstýra
marta@unwomen.is

UM MÖRTU
Marta hefur umsjón með hönnun og skipalagi herferða, stýrir kynningarmálum UN Women á Íslandi auk þess að hafa umsjón með samskiptum við fjölmiðla og öllu rituðu efni samtakanna. Auk þess heldur hún kynningar á samtökunum og hefur umsjón með starfi Ungmennaráðs samtakanna. Marta lærði íslensku og kynjafræði í Háskóla Íslands auk þess sem hún er með menntun á meistarastigi í alþjóðasamskiptum og framhaldsskólakennsluréttindi í íslensku. Áður starfaði hún sem blaðakona og kenndi bæði íslenskum og erlendum nemendum íslensku.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
Sérfræðingur í stafrænni miðlun
hekla@unwomen.is

UM HEKLU
Hekla Elísabet sér um samfélagsmiðla UN Women á Íslandi frá A-Ö og vinnur náið með herferða- og kynningarstýru að herferðum, átökum og viðburðum. Hún er með BA-gráðu af Sviðshöfundabraut frá Listaháskóla Íslands og hefur undanfarin ár fengist við texta- og hugmyndasmíð, framleiðslu, stíliseringu og samfélagsmiðlun, fyrst hjá Hvíta húsinu og síðan Pipar\TBWA. Þess utan hefur hún starfað sjálfstætt við viðburðastjórnun, markaðsmál, textasmíð, listræna ráðgjöf og handritagerð.

Sara McMahon
Verkefnastýra
sara@unwomen.is

UM SÖRU
Sara er verkefnastýra hjá UN Women á Íslandi og aðstoðar herferða- og kynningastýru við ýmsa viðburði. Hún er með BA gráðu í bóækmenntafræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka MA í þræounarfræðum frá sama skóla. Sara starfaði sem blaðamaður í átta ár, m.a. hjá Fréttablaðinu, Iceland Magazine og Kjarnanum. Þess utan hefur hún starfað sjálfstætt við þýðingar og textasmíð af ýmsu tagi.

Snædís Baldursdóttir
Fjáröflunarstýra
snaedis@unwomen.is

UM SNÆDÍSI
Sem fjáröflunarstýra ber Snædís ábyrgð á einstaklingsmiðaðri fjáröflun UN Women á Íslandi, samskiptum við mánaðarlega styrktaraðila ásamt því að leiða starf fjáröflunarhóps samtakanna. Snædís er með BA gráðu í sálfræði og meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og er markþjálfi frá Opna Háskólanum. Hún starfaði í sjö ár í Landsbankanum, lengst af í markaðsdeild.

Krista María Finnbjörnsdóttir
Fjáröflunar- og bókunarfulltrúi
krista@unwomen.is

UM KRISTU
Krista María tekur þátt í að framfylgja helstu verkferlum sem snúa að einstaklingsfjáröflun í samstarfi við fjáröflunarstýru; öflun nýrra styrktaraðila, samskiptum við núverandi styrktaraðila og að viðhalda tryggð þeirra. Krista sinnir einnig bókhaldi samtakanna. Krista María er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands en hún vann sem vaktstýra í úthringiveri UN Women samhliða námi áður en hún útskrifaðist og tók við starfi fjáröflunarfulltrúa vorið 2019.

Elín Ásta Finnsdóttir
Vaktstýra símavers
elin@unwomen.is

UM ELÍNU
Sem vaktstýra hefur Elín umsjón með símaveri samtakanna í samstarfi við fjáröflunarstýru, en hlutverk símavers er að viðhalda góðu sambandi við núverandi styrktaraðila samtakanna sem og að afla nýrra ljósbera. Elín starfaði við úthringingar í hlutastarfi frá árinu 2014 áður en hún tók við starfi vaktstýru.