Kynslóð jafnréttis

Kynslóð jafnréttis

Árið 2020 hófst alþjóðlegt átak sem ber yfirskriftina Kynslóð jafnréttis (Generation Equality) sem UN Women leiðir ásamt ríkisstjórnum Mexíkó og Frakklands. Átakið hefur það markmið að hraða framförum á þeim sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur. Sex aðgerðabandalög voru sett á laggirnar í tengslum við átakið og leiðir ríkisstjórn Íslands eitt þeirra, aðgerðabandalag gegn kynbundnu ofeldi.

Stjórnvöld hafa unnið að megináherslum þess og mótun skuldbindinga að aðgerðum og verkefnum til næstu fimm ára. Skuldbindingarnar eiga hvoru tveggja við um aðgerðir sem hafa að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi og kynferðislega áreitni og ofbeldi hér á landi sem og verkefni sem unnin verða fyrir tilstilli alþjóðasamstarfs og í þróunarsamvinnu.

Horfðu á nýjasta myndbandið úr
viðtalaröð Kynslóð jafnréttis:

 

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.