Ungmennaráð UN Women var stofnað í september 2012 og hefur haldið uppi öflugu ungmennastarfi síðan. Ungmennaráðinu er ætlað að fræða og efla ungmenni í málefnum kvenna og jafnréttis í þróunarlöndum og stríðsátakasvæðum. Með helstu verkefnum eru kynningar í menntaskólum og önnur kynning á starfsemi UN Women. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan. Best sé að ungt fólk sjái um að koma málefnunum á framfæri hjá ungu fólki. Ungmennaráðið sinnir þó ekki einungis formlegri fræðslu heldur hefur það staðið fyrir tónleikum, gjörningum, fatamarkaði, opnum fundum, jólakortasölu og mörgu fleiru. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára hafa kost á því að taka þátt í starfinu og skipuleggja viðburði sem þessa.

Ungmennaráð UN Women sér alfarið um skólakynningar og hægt er að panta kynningu með því að senda póst á youth@unwomen.is

Nánari upplýsingar um ungmennaráðið má finna á Facebook.

Stjórn ungmennaráðs UN Women á Íslandi 2018-2019

Sara Mansour – formaður

Theja Lanks – varaformaður og áheyrnarfulltrúi

Helga Østerby Þórðardóttir – fjölmiðlafulltrúi

Ásta Kristensa Steinsen – gjaldkeri og ritari

Áslaug Stefánsdóttir – samfélagsmiðlafulltrúi

Dima Shamkuts – fræðslufulltrúi

Sigríður Þóra Þórðardóttir – fræðslufulltrúi