Ungmennaráð UN Women fræðir og eflir ungmenni í málefnum kvenna og jafnréttis í fátækari löndum og stríðsátakasvæðum. Það gera þau meðal annars í gegnum vitundavakningar- og fjáröflunarviðburði sem þau standa fyrir jafnt og þétt yfir árið en þeirra helstu verkefni eru kynningar á starfsemi UN Women í grunn- og framhaldsskólum. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan og best sé að ungt fólk sjái um að koma málefnunum á framfæri hjá ungu fólki. Ungmennaráðið var stofnað í september 2012 og hefur haldið uppi öflugu ungmennastarfi síðan. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára hafa kost á því að taka þátt í starfinu.

Fyrirspurnir um skólakynningar berist til youth@unwomen.is. Nánari upplýsingar um ungmennaráðið og viðburði má nálgast á Facebook og Instagram.

Stjórn ungmennaráðs UN Women á Íslandi 2020-2021

Sigríður Þóra Þórðardóttir
Forseti

Ásthildur Mía Ásmundardóttir
Varaforseti

Gerður Ævarsdóttir
Ritari

Bergþóra Harpa Stefánsdóttir
Gjaldkeri

Fönn Hallsdóttir
Fræðslufulltrúi

Védís Cortez
Samfélags- og fjölmiðlafulltrúi