Hópmynd

Stjórn ungmennaráðs UN Women á Íslandi 2023-2024

Ungmennaráð UN Women fræðir og eflir ungmenni í málefnum kvenna og jafnréttis í fátækari löndum og stríðsátakasvæðum. Það gera þau meðal annars í gegnum vitundavakningar- og fjáröflunarviðburði sem þau standa fyrir jafnt og þétt yfir árið en þeirra helstu verkefni eru kynningar á starfsemi UN Women í grunn- og framhaldsskólum. Gengið er út frá þeirri stefnu að ungur fræði ungan og best sé að ungt fólk sjái um að koma málefnunum á framfæri hjá ungu fólki. Ungmennaráðið var stofnað í september 2012 og hefur haldið uppi öflugu ungmennastarfi síðan. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára hafa kost á því að taka þátt í starfinu.

Fyrirspurnir um skólakynningar berist til youth@unwomen.is. Nánari upplýsingar um ungmennaráðið og viðburði má nálgast á Facebook og Instagram.

Védís Drótt

Védís Drótt Cortez
Forseti

Vigdís Kristín

Vigdís Kristín Rohlder
Varaforseti og ritari

Ísold Atla

Ísold Atla Jónasdóttir
Gjaldkeri

Agnes

Agnes Brynjarsdóttir
Fræðslufulltrúi

Una María

Una María
Samfélagsmiðlafulltrúi