Konur verða enn mun verr fyrir barði fátæktar, er mismununað á grundvelli kyns síns og eru 70%  þolenda mansals í heiminum.
  • Ef konur og karlar hefðu sömu tækifæri á vinnumarkaði myndi landsframleiðsla heimsins hækka um 26%
  • Rúmur tveir og hálfur milljarður kvenna býr í löndum þar sem konum er meinaður aðgangur að sömu atvinnutækifærum og karlmenn
  • Í 59 ríkjum í heiminum eru engin lög um bann við kynferðislegri áreitni á vinnustöðum
  • Í 18 ríkjum í heiminum eru lög um að karlmenn geti bannað eiginkonum sínum að starfa á vinnumarkaði
Með því að fjárfesta í efnahagslegri valdeflingu kvenna eykst jafnrétti, fátækt minnkar og hagvöxtur eykst.

Framlag kvenna til hagkerfa heimsins er gríðarlegt sama hvort litið er til viðskipta, landbúnaðar, nýsköpunar eða ólaunaðra umönnunarstarfa heima við.

Kynbundinn launamunur þjakar samfélög heims en konur þéna enn 24% minna en karlmenn á heimsvísu. Konur bera oftar ábyrgð á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum og verja daglega einni til þremur klukkustundum lengur en karlmenn í slík störf. Konur eru tæplega helmingur allra bænda og framleiða um helming alls matar í heiminum en eru innan við 20% landeigenda í heiminum. Kynjamismunun felur í sér að konur búa sjaldnar við atvinnuöryggi, eru í láglaunastörfum og eru í miklum minnihluta stjórnunarstarfa.

Í samfélögum þar sem konur eru virkir þátttakendur á vinnumarkaði og efnahagslega sjálfstæðar dregur úr fátækt og jafnrétti og hagvöxtur eykst. Eins hefur verið sýnt fram á að fyrirtæki eru betur rekin og fjölgun kvenna í valdastöðum bætir skipulag og skilvirkni við rekstur fyrirtækja.

UN Women vinnur að því að tryggja og auka aðgengi kvenna að lántöku, markaði, landareignum auk þess að þrýsta á stjórnvöld að tryggja konum erfðaréttindi og öruggt starfsumhverfi á vinnustöðum. UN Women veitir einnig konum frumkvöðlaþjálfun og hagnýt viðskiptanámskeið sem veitir konum réttu verkfærin til að reka fyrirtæki, verða efnahagslega sjálfstæðar og vinna sig út úr fátækt. Efnahagsleg valdefling kvenna gerir ekki eingöngu konum kleift að blómstra heldur samfélögum í heild sinni.

„Konur á barneignaraldri eru 25% líklegri en karlar til að búa við sárafátækt. Það hefur áhrif á líf milljóna barna og mæðra þeirra.“

Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women.

DÆMI UM VERKEFNI