Öll helstu íslensku félagssamtök í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu, meðal annars UN Women á Íslandi, standa að átakinu Þróunarsamvinna ber ávöxt. Markmið átaksins er að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, til að taka þátt í þróunarsamvinnu og vinna þannig markvisst að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Fátækt hefur verið skilgreind sem einn af sex þáttum sem þarf að bregðast við til að auka öryggi í heiminum. Því eru fjármunir til verkefna í þróunarsamvinnu fjárfesting sem bæði dregur úr fátækt og eykur öryggi. Tölurnar sýna að heimurinn er ekki á góðri leið með að tryggja velsæld og útrýma fátækt á jörðinni fyrir árið 2030. Ef við ætlum að ná raunverulegum árangri þurfum við öll að leggja okkar af mörkum, og þar koma fyrirtæki sterk inn.

Konur og stúlkur um allan heim hafa notið góðs af samstarfi íslenskra fyrirtækja við UN Women og samstarfsmöguleikarnir eru óteljandi. Við hvetjum atvinnurekendur sem hafa áhuga á því að ræða samstarf við UN Women í einhverri mynd til að hefja