Við hjá UN Women á Íslandi störfum í þágu kvenna og kynjajafnréttis um heim allan. Starfið byggir á framlögum einstaklinga líkt og þín og þess vegna leggjum við hjá UN Women ríka áherslu á að staðið sé faglega að öflun og vinnslu hvers konar persónuupplýsinga. Við höfum því útbúið persónuverndarstefnu sem nær yfir öflun okkar, notkun og geymslu á persónulegum upplýsingum.

Endilega kynntu þér persónuverndarstefnuna því með því að gefa okkur þínar persónulegu upplýsingar veitir þú okkur leyfi til að vinna þær upplýsingar sem þú gefur í samræmi við þessa stefnu. Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar.

Söfnun upplýsinga – samþykki

Til þess að geta sinnt hlutverki okkar þurfum við hjá landsnefndinni að afla upplýsinga um styrktaraðila. Upplýsingar auka skilvirkni starfsins, gera okkur kleift að senda fjárframlög til verkefna auk þess sem þær auðvelda yfirsýn yfir samskipti við styrktaraðila. Þannig getum við bætt samskiptin og betur sniðið þau að hverjum og einum styrktaraðila.

Þegar þú lætur persónuupplýsingar í hendur UN Women á Íslandi, hvort sem það er í gegnum heimasíðu okkar, í símtali eða í samtali við starfsmann samtakanna samþykkir þú fyrir þitt leyti skilmála persónuverndarstefnu íslensku landsnefndarinnar. Þetta á sérstaklega við ef þú styrkir samtökin t.d. með því að skrá þig sem mánaðarlegan styrktaraðila, tekur þátt í söfnun s.s. SMS-söfnun eða kaupir gjafavöru. Nánar tiltekið og til viðbótar við framangreint þá kann upplýsingum að vera aflað á eftirfarandi hátt:

 • Með samskiptum við samtök sem vinna fyrir hönd UN Women á Íslandi. Í slíkum tilfellum er landsnefndin ábyrg fyrir upplýsingunum þínum.
 • Með óbeinum samskiptum í gegnum þriðja aðila, t.d. þegar fjárframlög fara í gegnum heimasíðu þriðja aðila (t.d. Hlaupastyrkur vegna Reykjarvíkurmaraþons).

Athugið að UN Women á Íslandi kann að gera breytingar á persónuverndarstefnu þessari og áframhaldandi vinnsla og varðveisla persónuupplýsinga mun uppfærast í samræmi við uppfærslur á persónuverndarstefnunni.

Eðli þeirra upplýsinga sem aflað er og varsla þeirra

Farið verður með allar upplýsingar sem við öflum um þig sem trúnaðarmál og upplýsingarnar verða einungis notaðar í tengslum við tilgang starfsins og eðli og tilgang upplýsingagjafarinnar nema annað sé sérstaklega tekið fram á heimasíðu unwomen.is eða í öðru efni sem er miðlað af hálfu landsnefndarinnar.

Það er því háð samskiptum þínum við UN Women á Íslandi hverju sinni hvaða upplýsingum kann að vera aflað. Upplýsingar sem við öflum geta innihaldið: nafn þitt, heimilisfang, netfang, símanúmer, óskir um samskiptahætti, greiðsluupplýsingar, fæðingardag eða ártal og kyn. Þá geta upplýsingarnar varðað fjárframlög þín, gjafaframlög eða þátttöku í herferðum. Rétt er að ítreka að með vinnslu þessara upplýsinga viljum við tryggja að samskipti okkar við þig séu viðeigandi. 

Notkun upplýsinga

UN Women á Íslandi notar upplýsingarnar í samræmi við tilgang sinn. Persónuupplýsingarnar sem þú afhendir okkur gera okkur meðal annars kleift að:

 • senda þér upplýsingar um starfsemi og verkefni UN Women, s.s. um neyðarsafnanir, herferðir og viðburði
 • ganga frá nauðsynlegum upplýsingum til að greiðslur og framlög berist í samræmi við óskir þínar
 • skilja og greina samsetningu styrktaraðila
 • greina þér frekar frá starfsemi og árangri UN Women
 • afgreiða pantanir í vefverslun okkar
 • svara fyrirspurnum frá þér um núverandi eða þáverandi framlag eða taka á móti breytingum á framlögum
 • hafa samband við þig ef upp koma spurningar um greiðslur þínar
 • betrumbæta heimasíðu og annað markaðsefni, þjónustu, vörur og upplýsingagjöf

Við gætum haft samband við þig með bréfpósti, í síma, með tölvupósti eða SMS-sendingum. Ef þú hefur hins vegar óskað eftir því að ekki verði haft samband við þig með einhverjum framangreindra samskiptamáta er tekið tillit til þess að fullu.

Þú getur ávallt óskað eftir því að breyting verði gerð á því hvernig við höfum samband við þig. Ef þú hefur sérstakar óskir um að einn eða fleiri samskiptamátar verði lagðir af getur þú komið þeirri ósk á framfæri með því að hafa samband hér eða með því að hringja í síma 552- 6200.

Upplýsingar birtar þriðja aðila

Persónuupplýsingarnar sem þú gefur verða hvorki seldar né leigðar eða þeim deilt með þriðja aðila nema fyrir því liggi þitt samþykki eða ef við teljum að slík aðgerð sé nauðsynleg til að verja réttindi okkar, eða öryggi UN Women á Íslandi, vefsíður okkar eða gesti okkar eða í eftirfarandi tilvikum:

 1. Upplýsingagjöf til stofnunar UN Women á alþjóðavísu: UN Women á Íslandi vinnur í þágu UN Women og hefur stofnunin á heimsvísu sama markmið að leiðarljósi og samtökin á Íslandi. Upplýsingagjöf á milli höfuðstöðva og landsnefnda er til þess fallin að auka yfirsýn yfir starfið á heimsvísu og á landsvísu. Slík upplýsingagjöf er mikilvæg til að gera starfið enn skilvirkara og betra. Upplýsingar sendar UN Women eru aldrei persónugreinanlegar
 2. Þjónustuaðilar (t.d. vinnslu- og hýsingaraðilar): UN Women á Íslandi heldur úti heimasíðu sem er hýst og vistuð af utanaðkomandi aðilum, þ.e. sérstökum þjónustuaðilum og fara persónulegar upplýsingar í gegnum hendur þriðja aðila vegna vinnslu og hýsingar, s.s. vegna gagnagrunns, greiðsluþjónustu, bókhaldsþjónustu, vefverslunar, umsjón á póstlista, símkerfis og sms sendinga. Samið hefur verið við alla vinnslu- og hýsingaraðila um að þeir skuldbindi sig til þess að starfa í samræmi við fyrirmæli laga og reglna um persónuvernd og í samræmi við persónuverndarstefnu þessa og tileinka sér ferla sem vernda öryggi upplýsinga með fullnægjandi hætti. Þeim ber skylda til að vernda upplýsingarnar þínar og eru bundnir trúnaði.
 3. Vegna greiðsluþjónustu og ef grunur vaknar um sviknæma háttsemi: Ef þú hefur gefið upp greiðsluupplýsingar, s.s. kreditkortanúmer eða númer bankareiknings, þá þarf UN Women á Íslandi að miðla þeim upplýsingum til banka eða kortafyrirtækis sem annast greiðslumiðlun til þess að geta gengið frá greiðslu þinni. Ef grunur vaknar um sviknæma háttsemi kann UN Women á Íslandi að hafa rétt á að upplýsa viðeigandi fyrirtæki/stofnanir eða yfirvöld um slíkt.

Öryggi gagna og lengd vörslu

Við tryggjum að upplýsingar þínar séu varðveittar með öruggum hætti. Í þessu felst m.a. að tryggja faglega vörslu og vinnslu. Þá leggjum við áherslu á að allt starfsfólk sem hefur aðgang að upplýsingunum þínum hafi verið upplýst um mikilvægi þess að öryggi upplýsinga sé tryggt og trúnaðar gætt og að starfsfólk fái viðeigandi þjálfun eða kennslu vegna þessa. UN Women á Íslandi varðveitir upplýsingar í kerfum sínum eins lengi og slíkt er viðeigandi og nauðsynlegt fyrir starfsemina. Það skal ávallt vera í samræmi við fyrirmæli laga og reglna.

Beiðni um upplýsingar eða ósk um breytingu á vinnslu upplýsinga

Okkur er umhugað um þú sért ánægð/ur með samskipti okkar við þig.

Þú hefur rétt á því að óska eftir upplýsingum um það hvaða persónuupplýsingar við varðveitum. Hægt er að óska eftir upplýsingunum með því að hafa samband hér eða með því að hringja í síma 552- 6200.

Sömuleiðis getur þú ávallt óskað eftir því að breyting verði gerð á því hvernig við höfum samband við þig. Ef þú hefur einhverjar sérstakar óskir um að einn eða fleiri samskiptamátar verði lagðir af getur þú komið slíkri ósk á framfæri með fyrrgreindum hætti. Þú getur einnig óskað eftir breytingu með eftirfarandi hætti:

 • Ef þú vilt afskrá þig af póstlista UN Women getur þú gert það með því að velja valmöguleikann „afskrá af póstlista“. Þann valmöguleika má finna neðst í öllum tölvupóstum frá okkur.

Athugið að afskráning af póst- og/eða SMS-lista felur í sér að frekara markaðsefni verður ekki sent með umræddum boðleiðum. Eftir sem áður getur UN Women haft samband við þig ef slíkt er nauðsynlegt s.s. vegna fjárframlaga þinna eða til að veita þér aðstoð ef þú hefur sjálf/ur sent fyrirspurn sem þarf að svara.

Fótspor og önnur tækni

Þegar þú notar heimasíðuna okkar, unwomen.is, skilur þú eftir þig fótspor eða „kökur“ (e. cookies). Kökur eru smáar textaskrár sem heimasíða flytur yfir á harða disk tölvunnar þinnar sem safnar nafnlausum upplýsingum um nethegðun gesta vefsíðun okkar. Þessar nafnlausu upplýsingar gera okkur kleift að greina hvernig notendur nota síðuna okkar. Til þess notum við greiningartól (Google Analytics, Facebook Analytics sem dæmi) til að meta notkun gesta á síðunni og til að taka saman tölulegar upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að sjá hvenær, hvaðan og hversu margir nota síðuna og hvernig þeir hyggist nota hana.

Þannig getur heimasíðan til dæmis sérsniðið vefsvæðið að þínum þörfum, birt auglýsingar og kynningarefni sem betur samræmist því sem þú hefur skoðað áður og forðast að biðja þig ítrekað um að fylla út sömu upplýsingarnar.

Einstaklingar undir 18 ára aldri

Ef þú ert yngri en 18 ára skalt þú gæta þess að fá leyfi hjá foreldri/forráðamanni áður en þú gefur upp persónulegar upplýsingar á vefsíðu okkar.

Breytingar á stefnunni

Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð í maí 2018. UN Women á Íslandi áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á þessari síðu og breytingar taka gildi frá þeim degi sem þær eru birtar á vefsíðunni. Vegna þessa hvetjum við alla til að skoða stefnuna reglulega.