Erfðagjöf felur í sér að ánafna hluta af eignum sínum í erfðaskrá til samtaka sem eru viðkomandi kær. Að gefa slíka gjöf er ein leið til að styðja málefni og áframhaldandi uppbyggingu á starfi og framþróun mannúðarstarfs eftir þinn dag.

Erfðagjafir geta verið af öllum stærðum og gerðum og nýtast þær allar vel. Þó svo oftast sé um að ræða tiltekna upphæð eða prósentu af arfi er einnig hægt að gefa allar eignir svo sem hlutabréf, húseign og fleira. Erfðagjafir til félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum, líkt og UN Women, eru undanþegnar erfðafjárskatti. Erfðagjafir eru afar dýrmætar og nýtast til að stuðla að jafnrétti og bæta stöðu kvenna þar sem þörfin er mest hverju sinni.

Viljir þú gefa UN Women erfðagjöf eða hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á unwomen@unwomen.is.