Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkti á sambandþingi RSÍ í maí 2019 að gerast bakhjarl UN Women á Íslandi til næstu fjögurra ára.

UN Women á Íslandi og RSÍ gerðu með sér samstarfssamning til fjögurra ára, 2019-2022, um samvinnu í jafnréttismálum og valdeflingu kvenna. RSÍ styrkir starf UNWÍ með fjármagni á meðan UNWÍ er RSÍ innan handa við að auka jafnrétti innan raða RSÍ.

Samstarfið hófst með Rakarastofuráðstefnu á vegum UN Women á Íslandi undir yfirskriftinni Kynjajafnrétti snertir okkur öll – vertu breytingin á sambandsþingi RSÍ þann 9. maí 2019. Markmið ráðstefnunnar var að fá þátttakendur þingsins til að ræða í smærri hópum kynbundna mismunun, hvernig virkja megi karlmenn enn frekar í jafnréttisbaráttunni og hvernig  skapa megi menningu þar sem við öll njótum okkar óháð kyni.