Kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna (CSW) hefur verið haldinn árlega frá árinu 1946. Fundurinn fer fram árlega í marsmánuði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Fundurinn stendur yfir í tvær vikur og er frábær vettvangur fyrir aðildarríki og frjáls félagasamtök að koma saman, deila reynslu og aðferðum við að auka jafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna.

Fundurinn er sá fjölsóttasti sinnar tegundar sem fólk hvaðanæva úr heiminum sækir.

Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi tekur þátt í fundinum og fylgist jafnframt með hliðarviðburðum frjálsra félagasamtaka og samningaviðræðum aðildarríkja SÞ um bætt réttindi og stöðu kvenna og stúlkna.

Lesa má nánar um sögu Kvennanefndarfundar SÞ hér.