Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja SÞ árið 2015. Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og krefjast þátttöku og samstarfs ólíkra hagsmunaaðila.

UN Women vinnur markvisst að því að bæta stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna, sem er fimmta markmið heimsmarkmiðanna. Þar sem konur eru helmingur heimsbyggðar er nauðsynlegt að raddir kvenna fái hljómgrunn en það er grunnforsenda fyrir því hinum 16 markmiðum verði náð.  Því er mikilvægt að tryggja aukna þáttöku og tækifæri kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Kynjaójöfnuður heldur ekki einungis aftur af konum, heldur mannkyninu í heild.

Hvers vegna er fimmta markmiðið, Jafnrétti kynjanna, grunnforsenda til að ná heimsmarkmiðunum?

1. ENGIN FÁTÆKT
Hlutfall kvenna sem búa við fátækt er hærra en karla, en konur og ungar stúlkur um allan heim eru 4% líklegri en karlar og strákar til að búa við sárafátækt. Á barneignaraldri eru konur 25% líklegri til að búa við fátækt en karlmenn.
2. EKKERT HUNGUR
Á heimsvísu eiga 10% kvenna í meiri áhættu á að upplifa fæðuskort en karlar árið 2018. Þetta má rekja til ójafnrar valdaskiptingar innan heimila sem gerir að verkum að konur eru berskjaldaðri gagnvart fæðuskorti en karlmenn.
3. HEILSA OG VELLÍÐAN
Á heimsvísu eiga 10% kvenna í meiri áhættu á að upplifa fæðuskort en karlar árið 2018. Þetta má rekja til ójafnrar valdaskiptingar innan heimila sem gerir að verkum að konur eru berskjaldaðri gagnvart fæðuskorti en karlmenn.
4. MENNTUN FYRIR ALLA
Aldrei hafa fleiri stúlkur verið skráðar í grunnskóla en nú. Engu að síður munu 15 milljónir stúlkna á grunnskólaaldri aldrei læra að lesa eða skrifa samanborið við u.þ.b. 10 milljónir drengja. Fátækt gegnir einnig lykilhlutverki í aðgengi að menntun.
5. JAFNRÉTTI KYNJANNA
  • Daglega eru 137 konur myrtar af hendi náins fjölskyldumeðlims.
  • 15 milljónir núlifandi unglingsstúlkna (15-19 ára) hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi.
  • 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna hafa verið limlestar á kynfærum
  • Ef konur og karlar hefðu sömu tækifæri á vinnumarkaði myndi landsframleiðsla heimsins hækka um 26%
  • Konur eyða þrefalt fleiri klukkustundum en karlar á dag í ólaunaða umönnunar- og heimilisstörf.
  • Konur er 72% allra þeirra í heiminum sem hneppt eru í mansal og kynlífsþrælkun.
  • Aðeins 1 af hverjum 5 þingmönnum í heiminum er kona
  • Rúmur tveir og hálfur milljarður kvenna býr í löndum þar sem konum er meinaður aðgangur að sömu atvinnutækifærum og karlmenn
6. HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA
  • Konur og stúlkur sjá um vatnsöflun hjá rúmlega 80% heimila sem eru án aðgangs að vatni í húsnæði samkvæmt úttekt í 61 þróunarlandi.
7. SJÁLFBÆR ORKA
Árið 2017 skorti um 3 milljarða manna og kvenna um allan heim hreina orku og tækni fyrir eldamennsku. Í 124 löndum reiða 52% landsmanna sig enn á fast eldsneyti eins og tré, uppskeruúrgang, kol eða mykju. Konur og stúlkur sem nota fast eldsneyti til að elda eyða um 18 klukkustundum á viku í að safna því samanborið við 5 klukkustundir á viku meðal þeirra sem nota hreint eldsneyti líkt og rafmagn.
8. GÓÐ ATVINNA OG HAGVÖXTUR
Mikill kynjamunur er viðverandi í atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum 25 til 54 er 55% en er 94% hjá körlum í sama aldursflokki.
9. NÝSKÖPUN OG UPPBYGGING
Á heimsvísu gegna konur innan við einni af hverjum þremur allra rannsóknarstaða.
10. AUKINN JÖFNUÐUR
Reglugerðir sem varða fólksflutninga berskjalda konur oft á tíðum fyrir hverskyns ójöfnuði. Mat á reglugerðum um sameiningu sundraðra fjölskyldna í 45 löndum, sýna að í 71% þeirra er einhverskonar takmörkun á því að makar geti sameinast fyrirvinnunni í gistilandinu. Í öðrum tilfellum eru réttindi kvenna er flytjast búferlum bundin réttindum maka sem annað hvort hefur dvalarleyfi í gistilandi eða er ríkisborgari viðkomandi lands. Þetta varnar því að konurnar geti lifað sjálfstæðu lífi, ýtir undir valdaójöfnuð og berskjaldar konur gagnvart ofbeldi.
11. SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG
Konur eru 70% íbúa í fátæktarhverfum samkvæmt úttekt á 61 þróunarlandi. Í þeim löndum er skorturinn mældur út frá aðgangi að hreinu vatni, bættri hreinlætisaðstöðu, varanlegu húsnæði eða ásættanlegt búsetusvæði.
12. ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA
Á heimsvísu starfa um 38,7% kvenna við landbúnað, skógrækt og sjávarútveg en einungis 13,8% landeiganda eru konur. Skortur á kynjamiðuðum upplýsingum á sviði umhverfismála heldur aftur þróun og framfylgd áhrifaríkra stefna til að takast á við tengsl kynjajafnréttis- og umhverfismála.
13. AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM
Á heimsvísu starfa um 38,7% kvenna við landbúnað, skógrækt og sjávarútveg en einungis 13,8% landeiganda eru konur. Skortur á kynjamiðuðum upplýsingum á sviði umhverfismála heldur aftur þróun og framfylgd áhrifaríkra stefna til að takast á við tengsl kynjajafnréttis- og umhverfismála.
14. LÍF Í VATNI
Á heimsvísu starfa um 38,7% kvenna við landbúnað, skógrækt og sjávarútveg en einungis 13,8% landeiganda eru konur. Skortur á kynjamiðuðum upplýsingum á sviði umhverfismála heldur aftur þróun og framfylgd áhrifaríkra stefna til að takast á við tengsl kynjajafnréttis- og umhverfismála.
15. LÍF Á LANDI
Á heimsvísu starfa um 38,7% kvenna við landbúnað, skógrækt og sjávarútveg en einungis 13,8% landeiganda eru konur. Skortur á kynjamiðuðum upplýsingum á sviði umhverfismála heldur aftur þróun og framfylgd áhrifaríkra stefna til að takast á við tengsl kynjajafnréttis- og umhverfismála.
16. FRIÐUR OG RÉTTLÆTI
Mansal setur réttindi kvenna og stúlkna í mikla hættu þar sem 3 af hverjum 4 þolendum mansals eru konur eða stúlkur. Mansal hefur eykst í efnahagskreppum, átökum og aðstæðum eftir átök.
17. SAMVINNA UM MARKMIÐIN
Til að ná heimsmarkmiðunum 17 fyrir konur og stúlkur er krefst aukinnar skuldbindingar og  samstarfs. Af þeim 117 milljörðum bandaríkjadala sem fór í opinberar skuldbindingar varðandi þróunaraðstoð til þróunarríkja, fór aðeins 38% til verkefna sem studdu beint eðaóbeint við jafnrétti kynjanna eða kvenréttindi.

Mikilvægt er að meta og skoða hvert og eitt heimsmarkmið út frá kynjasjónarmiðum og sjálfbærni ef við ætlum að ná heimsmarkmiðum SÞ fyrir árið 2030. Sé það ekki gert næst seint raunverulegt jafnrétti og langvarandi árangur.