1. Jafnrétti

Konur eru fjórtán sinnum líklegri til að láta lífið vegna náttúruhamfara en karlmenn

Í samfélögum þar sem jöfnuður ríkir, er lítill munur á fjölda dauðsfalla meðal kvenna og karla. En í þeim ríkjum þar sem konur búa við skert réttindi, eru konur allt að 14 sinnum líklegri til að láta lífið í kjölfar náttúruhamfara en karlar.

2. Fátækt

Einstæðar konur eru tvöfalt líklegri til að búa við sárafátækt en einstæðir karlar

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll en snerta okkur mismikið eftir búsetu, aldri, kyni, menntunarstigi og tekjum. Sterk tengsl eru á milli hagsældar og áhrifa náttúruhamfara á líf og heilsu fólks.

3. Vatnsskortur

2,1 milljarður jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu neysluvatni

Á 80% heimila sem glíma við viðvarandi vatnsskort eru konur og stúlkur ábyrgar fyrir því að sækja neysluvatn fjölskyldunnar. Oft þurfa þær að ganga langar vegalengdir eftir vatni sem ekki aðeins lengir vinnudaginn heldur eykur líkur á hitaörmögnun.

4. Náttúru-hamfarir

16,1 milljón jarðarbúa flúðu heimili sín árið 2018 vegna náttúruhamfara

Náttúruhamfarir og ofsaveður verða æ tíðari með breyttu veðurfari. Af þeim 28 milljónum jarðarbúa sem neyddust til að yfirgefa heimili sín árið 2018 voru 16,1 milljón að flýja náttúruhamfarir á borð við storma, flóð, þurrka, skógarelda, skriður og ofsahita.

5. Hreinir orkugjafar 

Daglega láta 11 þúsund einstaklingar lífið vegna reyk- og kolefniseitrunar

Samkvæmt upplýsingum UN Women má rekja 3,8 milljónir dauðsfalla árlega, eða tæplega 10.400 dauðsföll á dag, til reyk- og kolefniseitrunar, meirihluti þeirra eru konur og börn. Með þessari tíðni dauðsfalla, væri íslenska þjóðin öll á rúmum mánuði. 

6. Þvinguð barnahjónabönd

23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu

Þvinguðum barnahjónaböndum fjölgar í kjölfar náttúruhamfara, á tímum átaka og þegar fæðuskortur ríkir. Fjölskyldur sem búa við sárafátækt eða hafa misst heimili sín og fyrirvinnur vegna hamfara eru líklegri til að gifta burt barnungar dætur sínar.

7. Fataiðnaðurinn

Konur eru 80% þeirra sem starfa innan fataiðnaðarins

Konur vinna láglaunastörf við lítið starfsöryggi í fataverksmiðjum. Ítrekað hafa komið upp mál sem varpa ljósi á ömurlegt starfsumhverfi kvenna, þær löngu vaktir sem þær vinna og ofbeldið sem þær verða fyrir.

8. Menntun 

15 milljónir stúlkna á grunnskólaaldri eru ekki í skóla

Menntun kvenna hefur bein jákvæð áhrif á efnahag ríkja og vinnur gegn sárafátækt og fólksfjölgun. Fjárfesting í menntun kvenna er grunnforsenda þess að árangur náist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

9. Vopnuð átök

Sárafátækt og ójöfnuður eru einn helsti hvati borgarastríða.

Átök og hamfarir knýja fólk á flótta. Konur á flótta eru útsettari fyrir hverskyns ofbeldi, sér í lagi þær sem eru einstæðar mæður, fatlaðar eða óléttar. Ríki með veika innviði og ólýðræðislega stjórnarhætti eru útsettari fyrir innri átökum.