Loftslagsbreytingar hafa mest áhrif á þau er hafa minnst um þær að segja.
Í samfélögum þar sem jöfnuður ríkir er lítill munur á fjölda dauðsfalla meðal kvenna og karla, en í ríkjum þar sem konur búa við skert réttindi eru konur allt að 14 sinnum líklegri til að láta lífið í kjölfar náttúruhamfara en karlar. Þar geta karlmenn einnig treyst á að hljóta forgang í björgunaraðgerðum. Tölurnar styðja við þessa sorglegu staðreynd.
Þegar flóðbylgja skall á Asíu árið 2004 voru konur 70% þeirra er létust og 90% þeirra er létust er fellibylur reið yfir Bangladesh árið 1991. Þá voru 70% þeirra er létust í jarðskjálfta í Nepal árið 2015 konur og börn.