Einstæðar konur eru tvöfalt líklegri til að búa við sárafátækt en einstæðir karlar
Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll en snerta okkur mismikið eftir búsetu, aldri, kyni, menntunarstigi og tekjum. Það eru sterk tengsl á milli hagsældar og áhrifa náttúruhamfara á líf og heilsu fólks.
Efnameiri ríki hafa fjármagn til að koma upp og dreifa áhrifaríkum forvörnum og viðbragðsáætlunum við hamförum, nokkuð sem fátækari ríki hafa ekki efni á að gera.
Fátækari ríki heims eru að auki verr í stakk búin til að bregðast við náttúruhamförum og veita aðstoð í kjölfar þeirra, sem eykur enn frekar á neyð íbúa.