16,1 milljón jarðarbúa flúðu heimili sín árið 2018 vegna náttúruhamfara.

Náttúruhamfarir og ofsaveður verða æ tíðari með breyttu veðurfari. Tuttugu og átta milljónir einstaklinga flúðu heimili sín árið 2018 sökum átaka, þar af 16,1 milljón vegna náttúruhamfara á borð við storma, flóð, þurrka, skógarelda, skriður og ofsahita. Í mörgum tilfellum flúði fólk til landa þar sem fyrir er ótryggt ástand eða veðurfar og lendir því aftur á flótta. Á árunum 2005-2015, mátti rekja um 700.000 dauðsföll beint til náttúruhamfara. Með tíðara ofsaveðri og náttúruvá má ætla að þessi tala fari vaxandi.

Í þessum löndum eru konur allt að 14 sinnum líklegri til að deyja í náttúruhamförum en karlar.

Hvers vegna eru konur líklegri til að deyja í kjölfar náttúruhamfara?

Ástæðurnar tengjast allar stöðu kvenna: konur eru frekar bundnar við heimilið en karlar, hafa sjaldan aðgang að sjónvarpi, útvarpi, símum eða öðrum upplýsingatækjum. Víða eru konur ólæsar og geta því ekki aflað sér upplýsinga.

Margar konur yfirgefa ekki heimili sín án þess að vera í fylgd með karlmanni sökum hefða, jafnvel þó viðvaranir séu gefnar út vegna yfirvofandi hættu. 

Í mörgum samfélögum borðar konan síðust, eða alls ekki ef skortur er á heimilinu, og eru konur því líkamlega verr á sig komnar en karlmenn. Þá eru konur gjarnan bundnar yfir börnum og eldra fólki og eiga erfitt um vik með að bjarga bæði sér og þeim þegar hamfarir eiga sér stað.

Hvernig bregst UN Women við náttúruhamförum?

UN Women veitir neyðaraðstoð í þrjátíu löndum víðsvegar um heiminn og tryggir að tekið sé mið af þörfum kvenna við gerð viðbragðsáætlana. Þá veitir UN Women jafnframt konum og stúlkum á neyðarsvæðum öryggi, áfallahjálp, hagnýta menntun og nauðsynjavörur. Í löndum þar sem flóð og hamfarir eru tíð vandamál, til dæmis í Bangladesh og á Fiji, hljóta konur þjálfun í almannavörnum á vegum UN Women.