Konur gíslar á eigin heimilum

Home / Fréttir / Konur gíslar á eigin heimilum

Saemdarsett-svarthvitÍmyndaðu þér að geta ekki farið út úr húsi vegna þess að þú ert kona. Ímyndaðu þér ef þú myndir stíga fæti út fyrir húsið, ættir þú hættu á að vera numin á brott, hneppt í kynlífsþrælkun, verða nauðgað eða drepin. Konur hafa ekki eingöngu verið innilokaðar heima hjá sér heldur hafa þær hvorki mátt eiga né nota síma, snjallsíma, internet, horfa á sjónvarp né eiga eiga í samskiptum við umheiminn á nokkurn hátt. Þetta er sá veruleiki sem konur og stelpur hafa búið við, í og við borgina Mosul í Írak eftir að vígamenn íslamska ríkisins hernumdu borgina fyrir rúmum tveimur árum og náðu henni á sitt vald.

Mohamad fjölskyldan er ein þeirra fjöldamörgu fjölskylda frá Mosul sem flúðu nýlega borgina og eru á vergangi innan Íraks. Þau eru nú stödd í flóttamannabúðum suðaustur af Mosul þar sem UN Women dreifir meðal annars sæmdarsettum til kvenna sem innhalda nauðsynlegar hreinlætisvörur og fatnað.

Þau eru níu í Mohamad fjölskyldunni. Elsta dóttirin sem nú er orðin 19 ára gömul var gift eldri manni aðeins 14 ára gömul. „Ég kem úr fátækri fjölskyldu. Þó að við höfum verið fátæk í Mosul þá lifðum við friðsælu lífi þar til borgin var hertekin. Ég gekk í skóla til 13 ára aldurs. Eftir að vígamenn sem kenna sig við íslamska ríkið hernámu borgina mátti ég ekki fara út úr húsi í tvö ár. Það var hræðilegur tími. Ef við kveiktum á sjónvarpinu sektaði ISIS okur um fimm hundruðu dollara sekt. Í þrjú ár gat ég ekki haft samband við stórfjölskylduna fyrir utan Mosul. Okkur var hótað að ef við myndum nota síma yrðum við afhöfðuð fyrir almenningi út á götu. Ég þurfti að hylja allan líkama minn alltaf, nema augun. Einn daginn er ég þvoði þvott uppi á þaki hússins, sá einn vígamaður íslamska ríkisins mig sýna andlit mitt. Nef mitt og munnur sáust en hár mitt og líkami var hulin klæðum. Þá óðu þeir inn á heimili okkar og skipuðu okkur að koma út. Þeir hirtu skilríki eiginmanns míns. Mér var skipað að stíga fæti mínum á höfuð eiginmanns míns þar sem andlit hans grúfði ofan í sandinn á meðan hann var hýddur. Svo var honum skipað að greiða 50 dollara sekt. Sumar vinkonur mínar hafa verið teknar og gert að verða eiginkonur vígamanna íslamska ríkisins, mörgum þeirra hefur verið nauðgað. Mig dreymir um að geta snúið aftur til Mosul og lifað þar í friði.“

Sendu sms-ið KONUR í 1900 og veittu konu á flótta sæmdarsett

Einnig er hægt að leggja málefninu lið með því að leggja inn á bankareikning 0101-05-268086, kt. 551090-2489 ásamt skýringunni Neyð.

Þú getur einnig lagt starfinu lið með mánaðarlegu framlagi.

Related Posts