„Ég verð fyrir áreiti á hverjum degi“

Home / Dæmisögur / „Ég verð fyrir áreiti á hverjum degi“

egypt_minibus_unwomen_fatmayassin_1„Á hverjum morgni hvílir á mér mikil byrði, að þurfa að taka rútuna í vinnuna. Þetta er klukkutíma ferðalag frá heimili mínu,“ segir Zeinab, íbúi í Kaíró. „Ég verð fyrir áreiti á hverjum degi; er mögulegt að einhvern daginn get ég setið örugg og óáreitt í strætó?“
Zeinab deilir áhyggjum með mörgum egypskum konur. Þeirra ósk er að geta komist til og frá vinnu með öruggum hætti, að geta gengið um götur Kairó óhræddar, notað almenningssamgöngur án þessa að verða áreittar og einfaldlega notið frelsis.
Samkvæmt fyrstu og einu rannsókninni sem gerð hefur verið á kynferðislegu áreiti í Egyptalandi, kom í ljós að 86.5 prósent kvenna í Egyptalandi finnast þær ekki öruggar í almenningssamgöngum. Þessi rannsókn var styrkt af UN Women í Kaíró.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að almenningssamgöngur eru efst á lista yfir þau rými sem konur upplifa sig óöruggastar og þar sem þær verða helst fyrir kynferðislegu áreiti sem og sem gangandi vegfarendur.
Samkvæmt nýlegum fréttum má greina að ofbeldi gegn konum hefur færst í aukana á almenningsstöðum, þar á meðal á Tahrir-torgi, þar sem að nýlega, árið 2011, gátu konur tjáð sig frjálst og með virkum hætti.
„Á sínum tíma fór ég á Tahrir-torg á nánast hverjum degi í þá 18 daga þegar byltingin stóð sem hæst en núna óttast ég verði kynferðislega áreitt á torginu. Þetta snýst ekki um torgið sjálft, við þurfum á lögum að halda sem kveða á um að kynferðisleg áreitni sé refsiverð“ segir ung kona sem varð nýlega fyrir kynferðislegri áreitni á Tahrir-torgi.
Kynferðisleg áreitni er ekki skilgreind innan egypsks lagaramma og hefur UN Women barist fyrir lagalegum umbótum ásamt því að vinna að betra og öruggara borgarskipulagi í Kaíró.

Lesa meira


Öruggar Borgir á vegum UN Women hrinti af stað „Samgöngu herferð“ í Kaíró í nóvember 2012, þar sem leikhópar setja á svið kynferðisofbeldi í almenningssamgöngum. Leikurinn er til þess gerður að vekja viðbrögð hjá farþegum og hvetja þá til að grípa inn í aðstæður og stöðva ofbeldið. Leikhópurinn setti t.d upp atriði á annasömum mánudagsmorgni með því að þrír vinir hittast í lestarvagni, og er ein stúlkan  í miklu uppnámi yfir að hafa verið áreitt rétt áður en hún steig upp í vagninn.
Þegar líður á atriðið segir hún frá atburðinum með tilfinningaþrungnum hætti og vinir hennar fá aðra farþega til að taka þátt með því að spyrjast fyrir um álit þeirra. Hverjum var þetta að kenna? Hver er lausnin?Með þessu gagnvirka leikriti, varpa þau ljósi á kynferðisofbeldið sem hefur lifað óáreitt í öll þessi ár. Rétt áður en leikararnir yfirgefa vagninn og stökkva yfir í þann næsta tilkynna þau farþegunum að það sem þau urðu vitni af sé leikgjörningur.
„Við viljum opna umræðu um kynferðislega áreitni, og almenning til að hjálpa okkur að finna lausn á vandanum,“ segir Heba Ahmed, meðlimur leikhópsins.
„Neðanjarðar kerfið í Kaíró laðar til sín mikið af ólíku fólki, við höfum ákveðið að búa til öruggt umhverfi þar sem fólk gerir sér grein fyrir vandamálinu og er tilbúið að takast á við þessi ofbeldisverk í samgöngutækjum og götum borgarinnar,“ sagði Nihal Zaghloul stofnandi leikhópsins sem nú vinnur í nánu samstarfi við stjórn lestarkerfisins og lögregluyfirvöld.
UN Women hefur einnig hrundið af stað námskeiði fyrir strætisvagnabílstjóra til að hvetja þá til að koma í veg fyrir áreitni, og benda þeim á þau fríðindi sem fylgja áreitislausum vagni. Samhliða því verkefni er vitundarvakningarátak í strætisvögnum sem miðar að því að upplýsa konur um hvert þær geta leitað verði þær fyrir kynferðislegri áreitni. Hluti af verkefninu er að setja límmiða á öll sæti vagnanna með númeri skrifstofu umboðsmanns kvenna tekur á móti kvörtunum og getur veit konum lagalega aðstoð.
Samgönguherferðinni er ætlað að enda áreitni sem konur eins og Zeinab verða fyrir á degi hverjum.
„Stundum hef ég þurft að sitja á mér og þegja þegar ég verð fyrir áreitni til að forðast  aðkast en nú hef ég fengið mig fullsadda. Ég sit ekki lengur aðgerðalaus,“ segir Zeinab. „Ef ég stend ekki með sjálfri mér þá mun enginn geta hjálpað mér.“

Vilt þú taka þátt í að skapa konum og börnum um heim allan öruggara líf án ótta við ofbeldi? Sem mánaðarlegur styrktaraðili UN Women á Íslandi leggur þú þitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Lesa minna

Related Posts