Breytt líf fyrir markaðskonur í Port Moresby

Home / Dæmisögur / Breytt líf fyrir markaðskonur í Port Moresby

port2Konur eru 85 prósent þeirra sem vinna á mörkuðum Port Moresby í Papúa Nýju Gíneu. Samkvæmt rannsóknum UN Women verður meira en helmingur þeirra kvenna sem starfa á mörkuðunum fyrir daglegri áreitni og ofbeldi, á vinnutíma en einnig á leið sinni til og frá vinnu. Í flestum tilvikum upplifa konur mikinn ótta og hræðslu í kjölfar ofbeldisins. Slíkur ótti aftrar konum frá því að mæta til vinnu sem gerir þeim erfitt fyrir að afla sér tekna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að fæstar sölukvennanna áttu bankareikning og geymdu þar af leiðandi fé heima hjá sér en hættulegt er að ferðast til og frá vinnu með afkomu dagsins á sér.
Til að spyrna gegn þessu vandamáli var markaðskonum boðið að stofna bankareikning í rafrænum bönkum sem settir voru á markaði Port Moresby. Nú leggja sölukonurnar afkomu dagsins inn á sinn eigin bankareikning og þurfa því ekki að leggja sig í hættu við að ferðast með peninga á sér. Eftir að rafrænu bankaviðskiptinum var komið á hefur árásum á konur fækkað um helming.

Þú getur lagt þitt af mörkum með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women.

Related Posts