fbpx

„Konur sem eru á ferð um nætur verðskulda að vera kynferðislega áreittar“

Heim / Dæmisögur / „Konur sem eru á ferð um nætur verðskulda að vera kynferðislega áreittar“

8620433905_0c3263f4eb_bAugu heimsins beindust að Nýju Delí í kjölfar hrottalegrar árásar á unga stúlku í strætisvagni í lok árs 2012 sem leiddi til dauða hennar. Því miður var sú árás langt því frá að vera einsdæmi og því mikilvægt að Nýja Delí taki þátt í verkefni UN Women.

Fyrsta skref verkefnisins var að halda samráðsfundi með konum og ungmennum í sjö úthverfum borgarinnar. Fundirnir mörkuðu tímamót þar sem í fyrsta skipti var litið á kynbundið ofbeldi sem hluta af borgarskipulagsvanda. Einnig var þetta í fyrsta skipti á Indlandi sem raddir kvenna fengu hljómgrunn varðandi skipulag á sínu nærumhverfi.

Kröfur kvennanna voru skýrar. Almenningsrými þurfa að vera betur lýst, öryggi við almenningssalerni og strætisvagnastöðvar aukið, gangstéttir breikkaðar og helstu skólaleiðir öruggar. Bæta þarf þjónustu þolenda kynferðisofbeldis með neyðarmóttökum sem opnar eru allan sólarhringinn og auka fjölda símaklefa um alla borg þar sem hægt að hringja í neyðarnúmer. Þessar einföldu leiðir hafa leitt til þess að konur upplifa nú þegar meira öruggari á ferð um borgina, sem og í garð yfirvalda. Tilkynningar til lögreglu í kjölfar árása hafa aukist til muna.

Lesa meira

Konur sem eru á ferð um nætur verðskulda að vera kynferðislega áreittar

Ég er byrjuð að ganga með piparúða til að verja sjálfa mig. Foreldrar mínir vilja vita hvar ég er öllum stundum, hvenær ég sé væntanleg tilbaka og með hverjum ég er, segir Sristhi, 20 ára nemandi frá Delí, en hún segist finna til óöryggis í hvert sinn sem hún yfirgefi heimili sitt.

Viðhorf hennar endurspeglar vaxandi félagslegt áhyggjuefni er varðar aukið ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í Nýju Delí, höfuðborg Indlands. Áhyggjurnar hafa aukist mikið vegna hinnar skelfilegu hópnauðgunar 23 ára stúlku í Delí þann 16. desember 2012 sem leiddi til dauða hennar.

Tilfinning fyrir auknu óöryggi hefur færst í aukana í Nýju Delí jafnvel áður en fyrirsagnir um þennan hræðilega atburð náðu alþjóðaathygli. Könnun sem framkvæmd var af UN Women og í samvinnu við International Center for Research on Women frá október til nóvember 2012 sýndi að á þeim tíma töldu einungis fimm prósent kvenna og stúlkna sig finna til öryggis á almenningssvæðum í Delí.

Gögnunum sem safnað var eru hluti af grunnupplýsingum í könnun Öruggrar borgar, verkefni UN Women sem miðar að því að skapa konum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi.

Könnunin var framkvæmd af UN Women en í úrtakinu voru 2001 konur og 1003 karlmenn á aldrinum 16-49 ára frá Delí. Gögnum var safnað í ýmsum hverfum Nýju Delí; Malviya Nagar, Badarpur, Molaband, Xakir Nagar, Hari Nagar, Shahpurjat and Mayur Vihar Phase-I.

Niðurstaða könnunarinnar sýndi hversu grimmur raunveruleikinn er fyrir konur og stúlkur. Fimmtíu og eitt prósent karlmannanna greindu frá því að þeir höfðu tekið beinan þátt í kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á almenningsstöðum í Delí. Í könnuninni kom fram að 25 prósent af þeim höfðu gert slíkt á síðustu sex mánuðum.

Þegar litið er á ástæðuna bak við kynferðislegt ofbeldi þá kenndu margir karlmenn hegðun kvennanna um. Fram kom í könnuninni að þrír fjórðu karlmanna samþykktu staðhæfinguna að konur ögra karlmönnum með klæðaburði sínum og tveir karlmenn af fimm samþykkja algerlega eða að einhverju leyti að konur sem eru á ferð um nætur verðskulda að vera kynferðislega áreittar.

Nærri 7 prósent kvenna finna ekki til öryggis í sínu nánasta umhverfi, og staðhæfðu að þær finna aldrei til öryggis.

,,Hugarfarsbreyting er langt ferli og krefst mikillar vinnu, þrautseigju og þolinmæði. Algeng viðhorf er varðar langtíma breytingar á viðhorfum til kvenna og þáttöku kvenna í þeim breytingum hafa ef til vill engin áhrif. Það er áhrifaríkara að fá unga karlmenn með í þá hugarfarsbreytingu, það er það eina sem mun hafa áhrif á núverandi ástand, segir Mr. Rajiv Kale, stjórnandi Department of Women and Child Development. Stjórnvöld í Delí eru lykilaðili í The Safe Cities Initiative í Nýju Delí með UN Women og félagasamtökunum JAGORI.

Þessi könnun sem gerð var skoðar atriði er varðar öryggi á almenningssvæðum, hvort sem það leiðir til öryggis eða varnarleysis. Léleg lýsing við strætisvagnastöðvar eða neðanjarðarlestir, skortur á almenningssalernisaðstöðu fyrir konur og útbreiddur ótti kvenna hefur verið megin áhyggjuefni kvenna í þessum könnunum. Könnunin, ásamt úttekt á öryggi og Safe Cities Strategic Framework mun leiða áfram þá vinnu sem til þarf til að gera Delí öruggari fyrir konur.

,,Kynferðisáreiti og ofbeldi á almenningssvæðum á og mun ekki vera liðið. Við verðum að vera samtaka og vinna saman í að breyta núverandi hugafari og hegðun. Þetta er ábyrgð okkar allra – karla, kvenna, og fjölskyldna ásamt þjónustuaðilum, segir Anne F. Stenhammer, Svæðisfulltrúi UN Women í Indlandi.

Lesa minna

Related Posts