Fékk sýru í andlitið fyrir að kæra mág sinn

Home / Dæmi um styrktarverkefni / Fékk sýru í andlitið fyrir að kæra mág sinn

asti_casc_cambodia-singing_mg_6423„Ég frétti af því að mágur minn ætlaði að selja dóttur sína í mansal. Ég hringdi í hann og spurði hvernig hann gæti  selt sína eigin dóttur. Ég sagði honum að skila henni til móður sinnar undir eins eða ég myndi kæra hann til lögreglunnar,“ segir Chhean sem var kokkur á veitingastað í Siem Riep í Kambódíu.Hún komst svo að því að mágur hennar hafði keypt sér vélhjól fyrir sölulaun dóttur sinnar. Þegar Chhean ætlaði til lögreglunnar til að kæra mág sinn hellti hann yfir hana sýru til þess að þagga niður í henni. Andlit og líkami Chhean afmyndaðist algjörlega sem gerði henni m.a. ómögulegt að stunda vinnu.

Chhean er því miður ein af mörgum konum sem eru fórnarlömb sýruárása. Sýra er ódýrt og aðgengilegt vopn sem leggur líf þúsundir kvenna og stúlkna í rúst í Kambódíu. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum eða sækja um skilnað frá ofbeldisfullum eiginmönnum. Sjúkrakostnaður er hár og áfallahjálp takmörkuð.

Því styrkir UN Women athvarf í borginni Siem Reap fyrir fórnarlömb sýruárása. Þar er konum tryggð læknisþjónusta, sálfræðiaðstoð og jafningjastuðningur. Chhean býr nú í athvarfinu og unir sér vel. Hún vinnur hörðum höndum að því að koma aftur undir sig fótunum og styður á meðan við konur í hennar stöðu.

Um sýruárásir:

Sýrárásir eru hvað algengastar í Kambódíu, Afganistan, Indlandi, Bangladess og Pakistan. Talið er að yfir 80% fórnarlamba sýruárása séu konur. Afleiðingar sýruársása eru gríðarlega alvarlegar bæði líkamlega og andlega. Þar sem að sýra brennur í gegnum húð og vöðva er afar erfitt að endurbyggja andlitið þar sem að örvefurinn verður mjög þykkur. Einnig er algengt að sýran lendi í augum sem leiðir til blindu, fari ofan í öndunarfæri og brenni af nef. En félagslegar afleiðingar fyrir fórnarlömb sýruárása eru ekki síður alvarlegar. Því miður einangrast konur sem orðið hafa fyrir sýrárásum gjarnan félagslega þar sem þær skammast sín eða að fjölskyldan sín skammast sín fyrir þær.

Hvað getur þú gert?

Með framlagi þínu til UN Women átt þú þátt í því að tryggja konum sem orðið hafa fyrir sýruárás  aðgang að læknaþjónustu og sálfræðiaðstoð.

Related Posts