Fiðrildavikur

Home / / Fiðrildavikur

2011

Í september 2011 fagnaði landsnefnd UN Women á Íslandi sameiningu UNIFEM við þrjár systurstofnanir sínar innan Sameinuðu þjóðanna með heljarinnar fjáröflunarviku sem bar heitið Fiðrildavika. Markmið Fiðrildavikunnar í ár var þríþætt. Í fyrsta lagi að vekja almenning til umhugsunar um stöðu kvenna í fátækustu löndum heims og skapa umræðu í samfélaginu um jafnrétti og þróunarsamvinnu.  Í öðru lagi lagi vildi landsnefndin kynna nýtt nafn stofnunarinnar og vera sýnileg á  öllum vígstöðvum. Í þriðja lagi að hvetja landsmenn til þess að ganga í Systralag samtakanna, sem er helsta fjáröflunarleið landsnefndarinnar. Fjármunir sem safnast í Systralaginu renna til verkefna víða um heim sem hafa það að markmiði að uppræta ofbeldi, óréttlæti og mismunun gegn konum ásamt því að auka efnahagslegt öryggi kvenna og hvetja þær til pólitískrar þátttöku. Með Systralaginu tryggjum við þeim verkefnum sem UN Women styrkir öruggt bakland. Landsmenn svöruðu kalli UN Women í Fiðrildavikunni og yfir 600 manns gengu í Systralagið á aðeins fimm dögum.

fidrildavikan-buningar

2008

Í fyrstu viku marsmánaðar árið 2008 var haldin Fiðrildavika UNIFEM þar sem hugmyndin var tvíþætt: Að vekja fólk til vitundar um stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum sem og að afla fjár til verkefna til afnáms ofbeldis gegn konum í Súdan, Líberíu og Kongó. Íslendingar voru hvattir til að hafa fiðrildaáhrif en þar var vísað í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft gríðarleg áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og söfnuðust í heildina 92 milljónir króna í Fiðrildavikunni. Söfnunin fór fram með ýmsum hætti; fjáröflunarkvöldverði, uppboði á handverki, þöglu uppboði, símsöfnun og  vörusölu, auk þess sem fyrirtæki og stjórnvöld studdu dyggilega við

Related Projects