Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök Atvinnulífsins, Háskóli Íslands og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð standa að Hvatningaverðlaunum jafnréttismála árlega.

Markmið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagsábyrgð og viðskiptalegum forsendum.

Eftirfarandi fyrirtæki hafa hlotið hvatningaverðlaun jafnréttismála

2014: Rio Tinto
2015: Orkuveitan
2016: Íslandsbanki
2017: Vodafone
2018: Sagafilm
2019: Landsvirkjun