fbpx

Kvennafundur SÞ í fullum gangi

Heim / Fréttir / Kvennafundur SÞ í fullum gangi
Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og Arna Grímsdóttir stjórnarformaður samtakanna eru staddar í New York um þessar mundir þar sem þær sækja Kvennafund Sameinuðu þjóðanna.

Stella og Arna í New York

Viðburðir Íslands hafa vakið mikla lukku og fulltrúar landsnefndarinnar eru sérstaklega stoltar af forsætisráðherra sem leiddi sendinefndina. „Alls staðar er talað um hvað hún er mögnuð og flott kona og athygli vekur hvað það virðist vera henni eðlislægt að tjá sig um jafnréttismál á mannamáli,“ segir Stella.

Meðal viðburða sem forsætis- og utanríkisráðuneytið hafa staðið fyrir er fundur um þátttöku kvenna í friðarviðræðum sem haldinn var í samvinnu við friðarsetrið á Höfða. Þar komu saman konur frá Íslandi, Írlandi, Kósóvó og Kongó og lýstu þeim grimma veruleika sem þær hafa þurft að búa við. Þolendur stríðsnauðgana tóku til máls á fundinum og sögðu átakanlegar sögur sínar. „Meðal þeirra var kona frá Kongó sem lýsti upplifun sinni af skelfilegu kynferðisofbeldi sem markvisst var beitt sem vopni gegn konum í stríðsátökum þar í landi. Þetta var ólýsanlegur hryllingur sem þær þurftu að þola“

Stella og Arna ásamt Jaha Dukureh

Stella og Arna áttu fund með Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women sem berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna. Þær ræddu meðal annars fyrirhugaða Íslandsför Jaha en hún hlakkar til að koma til Íslands í haust og segja þjóðinni sögu sína.

Á fundi sem þær áttu með aðalritara SÞ kom fram að baráttunni fyrir kynjajafnrétti hafi sumstaðar farið aftur og ljóst er að allir sem vinna að jafnréttismálum þurfa að leggja sig tvöfalt harðar fram í baráttunni til að snúa þeirri þróun við.

Þeir sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar geta gerst mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women hér.

Related Posts