fbpx

Ég má aldrei gefast upp í baráttunni fyrir framtíð hans

Heim / Dæmi um styrktarverkefni / Ég má aldrei gefast upp í baráttunni fyrir framtíð hans

Elana Georgievska Norður Makedónía UN Women í Norður-Makedóníu fjármagnar notendastýrða persónulega aðstoð til fólks með skerðingar. Elena Georgievska og sonur hennar eru á meðal þeirra sem hlotið hafa stuðning UN Women.

Elana Georgievska býr í Skopje, höfuðborg Norður Makedóníu, ásamt börnum sínum tveimur. Sonur hennar, Jovan, stundar nám í 9. bekk í almennum skóla. Þegar hann var greindur með einhverfu sem barn var Elönu ráðlagt að senda hann í skóla fyrir börn með sérþarfir. Elana var þó staðföst að Jovan mundi ganga í almennan skóla og njóta sömu tækifæra og önnur börn.

„Ég bað þau um að gefa honum tækifæri. Líf barns með einhverfu ræðst að mörgu leyti af því hversu tilbúnir foreldrarnir eru að taka slagina fyrir barnið. Þú verður að bera tennurnar og berjast. Mitt markmið var að tryggja velferð Jovans. Það er tilgangur minn í lífinu,“ útskýrir Elana.

Breytingin gríðarleg

Elana hóf alla daga klukkan fimm á morgnana og átti lítinn tíma aflögu fyrir sjálfa sig þegar vinnudeginum og ólaunuðum umönnunarstörfum var lokið. Mikill tími og orka fór í að sinna námi Jovans og að berjast fyrir réttindum hans.  Það breyttist þegar sveitarfélagið sem Elana býr í hóf samstarf með UN Women um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir börn með skerðingar. Þar að auki fjármagnar UN Women verkefni er snúa að kynjuðum fjárlögum og reglugerðum í sveitarfélaginu.

Elena, Norður MakedóníaVerkefnið varð til þess að Jovan fær þann stuðning sem hann þarf til að sinna almennu námi og Elana getur betur sinnt dóttur sinni, sjálfri sér og öðrum verkefnum.

„Breytingin er gríðarleg. Jovan hefur aðstoð til að sinna heimanáminu og gerir það vel, hann er félagslyndari og tilbúnari til að eiga í samskiptum við bekkjarsystkini sín.“

Baráttu Elönu er þó ekki lokið. Hún ætlar að berjast fyrir því að sonur hennar hljóti framhaldsmenntun og geti lifað sjálfstæðu lífi í framtíðinni. „Ég má aldrei gefast upp í baráttunni fyrir framtíð hans.“

Verkefni UN Women eru fjölbreytt og misjöfn. Flest miða að því að efla sjálfstæði kvenna og tryggja samfélagslega þátttöku þeirra. Það gerum við meðal annars með því að létta á umönnunarbyrðinni sem konur bera á öxlum sér.
Með því að gerast ljósberi UN Women veitir þú konum eins og Elönu og fjölskyldum þeirra tækifæri til betra lífs.

Gerast ljósberi

Ljósberar eru mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi. Framlag ljósbera styður við starf UN Women víða um heim.

Related Posts