fbpx

Ofbeldi gegn konum hefur aukist

Heim / Verkefnin / Afnám ofbeldis / Ofbeldi gegn konum hefur aukist

Sama dag og árlegu 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi er ýtt úr vör birti UN Women nýja alþjóðlega skýrslu um kynbundið ofbeldi á tímum COVID-19. Skýrslan staðfestir að kynbundið ofbeldi hefur aukist til muna síðan heimsfaraldurinn skall á.

Samkvæmt skýrslu UN Women hefur 1 af hverjum 2 konum annað hvort sjálf verið beitt ofbeldi, eða þekkir konu sem beitt hefur verið kynbundnu ofbeldi, síðan COVID-19 faraldurinn skall á. Skýrslan sýnir svart á hvítu að konur upplifa meira óöryggi í dag, en þær gerðu fyrir heimsfaraldurinn.  Niðurstöður skýrslunnar sýna að:

  • 1 af hverjum 4 konum upplifir hræðslu og óöryggi heima hjá sér eftir að COVID-19 skall á
  • 245 milljónir kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum
  • 21 prósent svarenda hafa upplifað heimilisofbeldi síðan COVID-19 hófst
  • 40 prósent svarenda upplifa sig óörugga í almannarými eftir að COVID-19 skall á
  • 3 af hverjum 5 konum telja kynbundið áreiti í almannarýmum hafa aukist eftir COVID-19

Þættir á borð við fjárhagsvandræði, atvinnuleysi, fæðuóöryggi og heimilisleysi hafa haft gríðarleg áhrif á samfélög á tímum COVID-19. Efnahagslegir þættir hefa aukið andlegt álag á fjölskyldur og sem hefur leitt til mikillar aukningnar á tíðni heimilisofbeldis.

Ekki óumflýjanlegur þáttur í lífinu

António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, bendir á að með samstilltu átaki sé hægt að útrýma þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er.

„Ofbeldi gegn konum er ekki óumflýjanlegur þáttur í lífi okkar. Við vitum að heildrænar langtímalausnir sem taka á rót vandans og standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna skila árangri. Við getum knúið fram breytingar. Nú þarf alþjóðasamfélagið í sameiningu að lyfta grettistaki og útrýma kynbundnu ofbeldi fyrir árið 2030,“ sagði Guterres á fundi Alherjarnefndar Sþ í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að fyrsta 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi var haldið.

UN Women á Íslandi er eitt þeirra félagasamtaka sem er í forsvari fyrir 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi. Átakið hefst árlega þann 25. nóvember, á Alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur þann 10. desember, á Alþjóðlega mannréttindadeginum.

 

Related Posts
Elana Georgievska Norður Makedónía