fbpx

Táknrænar jólagjafir UN Women veita von og tækifæri

Heim / Fréttir / Táknrænar jólagjafir UN Women veita von og tækifæri

Við hjá UN Women á Íslandi höfum hafið sölu á táknrænum jólagjöfum UN Women.

Jólagjafir UN Women njóta sívaxandi vinsælda. Þetta eru gjafirnar sem veita von og hjálpa konum að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum.

Jólagjafirnar í ár eru Neyðarpakki til konu í Afganistan (1.900 kr.) og Sálræn aðstoð til ekkju í Palestínu (3.500 kr.).  Gjafirnar eru í formi fallegra gjafabréfa sem er annað hvort hægt að fá á stífum pappír eða í rafrænu formi. Gjafirnar fást á www.unwomen.is

Nánar um jólagjafirnar hér:

Neyðarpakki til konu í Afganistan inniheldur nauðsynjar á borð við tíðarvörur, tannbursta og tannkrem, sápu, þvottaefni, nærfatnað og handklæði. Þessi pakki auðveldar konum að viðhalda persónulegu hreinlæti og reisn við erfiðar aðstæður. Neyðarpakkinn kostar 1.900 krónur.

80 prósent af þeim 670.000 einstaklingum sem eru á vergangi í Afganistan eftir yfirtöku talibana, eru konur og börn. Vegna kyns síns og stöðu, búa afganskar konur við mikið óöryggi, ofbeldi og mjög takmörkuð mannréttindi.

 

Sálræn aðstoð veitir konu sem misst hefur maka í átökunum í Palestínu þrjá sálfræðitíma.
Nýjar ekkjur glíma ekki aðeins við áfallið tengdu makamissinum, heldur hafa þær oft á tíðum einnig misst heimili sín, fyrirvinnu og standa eftir réttindalausar varðandi forræði á börnum sínum og eignum. Sálræn aðstoð til palestínskrar konu kostar 3.500 krónur.

Stöðug átök á Gaza í Palestínu þýða að stöðugt fjölgar í hópi nýrra ekkna. Innviðir Gaza eru í lamasessi og heilbrigðisþjónusta takmörkuð. Sálfræðiaðstoð í kjölfar áfalls er líflína fyrir margar konur í Palestínu.

 

Táknrænar jólagjafir UN Women er fullkomin gjöf fyrir þau sem þér þykir vænt um.

Táknrænar jólagjafir UN Women

Related Posts
Elana Georgievska Norður Makedónía