fbpx

Vilt þú hlaupa í nafni UN Women?

Heim / Fréttir / Vilt þú hlaupa í nafni UN Women?

Með því að hlaupa í nafni UN Women í Reykjavíkurmaraþoninu eða heita á einhver þeirra sem safna áheitum fyrir okkur, veitir þú konum í flóttamannabúðum í Jórdaníu og í Bangladess lífsnauðsynlega sóttvarnarpakka. Stuðningur þinn veitir einnig jaðarsettum hópum fræðslu um smitleiðir og smitvarnir.

VISSIR ÞÚ AÐ…

  • Um 40% aukning hefur mælst á heimilisofbeldi víða um heim í kjölfar Covid-19
  • Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu
  • Konur verja 3x fleiri klukkustundum í ólaunuð heimilisstörf en karlmenn á heimsvísu.

UN Women greinir þarfir kvenna og tryggir að viðbragðsaðilar komi til móts við þarfirnar á þeirra eigin forsendum með því að:

  • Veita konum sem beittar eru heimilisofbeldi aðgang að; viðeigandi þjónustu, lögreglu, neyðarmóttöku og viðeigandi athvörfum.
  • Þrýsta á og auka réttindi kvenna á vinnumarkaði svo sem sveigjanlegan vinnutíma vegna veikinda í fjölskyldu, takmarka tekjuskerðingu til dæmis vegna lokana og útgöngubanns.
  • Tryggja jaðarsettum hópum kvenna aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um faraldurinn, líkt og konum sem búa við fötlun, í dreifbýli og við fátækt.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Hlauptu í nafni UN Women

Þinn stuðningur skiptir máli. Þú getur skráð þig til leiks HÉR eða heitið á hlaupara UN Women með því að smella HÉR.

Related Posts