Styrktarsjóður Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence against Women) hefur starfað undanfarin tuttugu ár um allan heim að upprætingu á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Helstu áherslur sjóðsins eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum.

Ofbeldi gegn konum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum en ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Hvert einasta samfélag í heiminum er þjakað af kynbundnu ofbeldi – á meðan það viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Kynbundið ofbeldi hefur víðtæk áhrif á samfélög í heilsufarslegu-, efnahagslegu- sem og félagslegu tilliti en þegar konur eru heilbrigðar eru samfélög heilbrigð.

Styrktarsjóðurinn hefur alla tíð lagt ríka áherslu á að styrkja grasrótarsamtök sem berjast fyrir bættri stöðu kvenna. Sjóðurinn styður starf frjálsra félagasamtaka og einnig samstarf félagasamtaka og stjórnvalda á hverjum stað sem býðst að sækja um styrki í sjóðinn. Árlega berast sjóðnum yfir 2.000 umsóknir um styrki til verkefna en aðeins 25 verkefni hljóta styrk en um þessar mundir er í kringum 100 virk verkefni starfrækt.

Lesa meira

Á þeim tuttugu árum sem sjóðurinn hefur starfað hafa verið veittir styrkir í 136 löndum að andvirði um 13,6 milljarða íslenskra króna. Styrktarverkefni sjóðsins eru fjölbreytt og höfðu t.a.m. bein áhrif á líf 180 þúsund kvenna árið 2015. Konur sem þurft hafa að þola ofbeldi eru eins ólíkar og þær eru margar. Þeirra Meðal samtaka sem hafa fengið styrk eru félagasamtök sem hafa það að meginmarkmiði að aðstoða jaðarsettar konur fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og frumbyggjakonur, farandverkakonur, heimavinnandi konur, konur í vændi og kynlífsþrælkun, LBT konur og eldri konur.

Lesa minna

Dæmi um verkefni sem sjóðurinn styrkir