UN Women er til staðar fyrir konur

Home / Fréttir / UN Women er til staðar fyrir konur

Á meðan áhrif Covid-19 á heimsbyggðina eru auðséð eru áhrifin á konur ekki eins sýnileg. Neyð hefur ólík áhrif á líf kvenna og karlmanna.

Það er staðreynd að í neyð sem þessari eru konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fer tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum.

Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að eyða þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn, á heimsvísu. Reynslan af fyrri farsóttum (Ebóla og Zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru í meiri sýkingarhættu en önnur.

Faraldurinn hefur einnig mun meiri áhrif á tekjur kvenna en karla. Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða verst úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum.

UN Women greinir þarfir kvenna og tryggir að viðbragðsaðilar komi til móts við þarfirnar á þeirra eigin forsendum með því að:

  • Veita konum sem beittar eru heimilisofbeldi aðgang að; viðeigandi þjónustu, lögreglu, neyðarmóttöku og viðeigandi athvörfum.
  • Þrýsta á og auka réttindi kvenna á vinnumarkaði svo sem sveigjanlegan vinnutíma vegna veikinda í fjölskyldu, takmarka tekjuskerðingu til dæmis vegna lokana og útgöngubanns.
  • Tryggja jaðarsettum hópum kvenna aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um faraldurinn, líkt og konum sem búa við fötlun, í dreifbýli og við fátækt.
UN Women er til staðar fyrir konur og þú getur hjálpað!
Með því að senda SMS-ið KONUR í 1900 tryggir þú konum kvenmiðaða neyðaraðstoð á þessum erfiðu tímum.
Related Posts