fbpx

Tyrkland segir sig frá Istanbúl sáttmálanum

Heim / Verkefnin / Afnám ofbeldis / Tyrkland segir sig frá Istanbúl sáttmálanum
Tyrkland lýsti yfir um helgina að segja sig frá Istanbúlsáttmálanum; fyrsta, bindandi alþjóðasáttmála sem gerður hefur verið með það að markmiðið að draga úr kynbundnu ofbeldi.

Mynd: Skjáskot CNN. Mótmæli brutust út í Tyrklandi í kjölfar ákvörðunar tyrkneskra stjórnvalda

Er þetta gert samkvæmt tilskipun Receps Tayyips Erdogans, Tyrklandsforseta. UN Women gaf samstundis út yfirlýsingu og hvetur stjórnvöld Tyrklands til að endurskoða ákvörðunina. En hvaða sáttmáli er þetta og hvaða þýðingu hefur þessi ákvörðun fyrir líf kvenna?

Istanbúl samningurinn er samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Samningurinn er fyrsti bindandi alþjóðasáttmáli sem gerður hefur verið með það að markmiði að draga úr kynbundnu ofbeldi. Tyrkland var fyrst þjóða til að fullgilda sáttmálann, sem lagður var fram í Istanbúl 11. maí 2011. Í honum er meðal annars tekið á nauðgunum og kynferðisofbeldi innan jafnt sem utan hjónabands, kynfæralimlestingu, mansali, ofsóknum gegn hinsegin fólki, heimilisofbeldi og fjölmörgum öðrum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis.

Af hverju draga Tyrkir sig út?

Hægrimenn á Tyrklandsþingi, með þingmenn Réttlætis- og þróunarflokksins í fararbroddi, segja samninginn grafa undan  fjölskyldueiningu, hvetja til skilnaðar og að hinseginsamfélagið misnoti ákvæði hans um kynjajafnrétti til að reka áróður fyrir sínum málstað. Stjórnarandstaðan gagnrýnir ákvörðunina.

Hvaða þýðingu hefur þessi ákvörðun fyrir líf kvenna?

Stjórnarandstaðan í Tyrklandi kallar aðgerðirnar tilraun til að gera konur að annars flokks borgurum og sagði núverandi ríkissjórn ekki ná að tryggja rétt kvenna og barna. Þetta sagði  stjórnandstöðuþingmaðurinn, Gokce Gokcen á Twitter um helgina.

Kvennahreyfing í Tyrklandi segir að tilskipun forsetans um draga Tyrki út úr sáttmálanum sé martröð því að með þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin gefið út að hún verndi ekki lengur konur gegn ofbeldi. Segir að með þessari ákvörðun verði konur annars flokks borgarar og að kvennamorg (e. Femicide) fái að viðgangast. „Það er greinilegt að þessi ákvörðun gefur morðingjum, ofbeldismönnum og nauðgurum kvenna byr undir báða vængi,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu kvennahreyfingar í Tyrklandi.

Tyrknesk yfirvöld taka ekki fjöldi kvennamorða sérstaklega saman en samkvæmt kvenréttindasamtökum Tyrklands hafa 78 konur þar í landi verið myrtar það sem af er ári 2021, fyrir að það eitt að vera konur. Þrjú hundruð kvennamorð voru framin árið 2020.

Þess bera að geta að Pólland lýsti yfir um mitt ár 2020 að segja sig frá sáttmálanum.

UN Women gaf út yfirlýsingu og hvatti Tyrknesk yfirvöld til að endurskoða ákvörðunina Lesa yfirlýsingu UN Women

Related Posts