Jafnréttisráðstefnan: Kynslóð jafnréttis 29. -31. mars

Home / Verkefnin / Afnám ofbeldis / Jafnréttisráðstefnan: Kynslóð jafnréttis 29. -31. mars

Alþjóðlega jafnréttisráðstefnan Kynslóð jafnréttis hefst í Mexíkóborg og stendur dagana 29. – 31. mars. Ráðstefnan er haldin á Zoom – Ókeypis og öllum opin. Enn er opið fyrir skráningu hér  

Mexíkó ráðstefnan – skrá mig – er fyrri hluti átaksverkefnisins Kynslóð jafnréttis sem ýtt var úr vör af UN Women í tilefni 25 ára afmælis fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking og samþykktar framkvæmdaáætlunar um jafnréttismál (Pekingáætlunin). UN Women efnir til átaksins í samstarfi við ríkisstjórnir Mexíkó og Frakklands.

Markmið ráðstefnunnar er að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur nú fimm árum eftir að ríki heims komu sér saman um Heimsmarkmiðin sautján. Í ljós hefur komið að Heimsmarkmið 5 – Jafnrétti Kynjanna, er það markmið sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eiga lengst í land með. Nú þegar er ljóst að heimsfaraldurinn COVID-19 hefur hægt enn frekar á vinnu aðildarríkjanna að því að ná fimmta markmiðinu því merkja má nú þegar bakslag í jafnréttismálum þar sem tilkynningum um kynbundð ofbeldi gegn konum hefur fjölgað gríðarlega síðan heimsfaraldurinn braust út.

Hvað er Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality)?

Generation Equality eða Kynslóð jafnréttis er átak UN Women sem Mexíkó og Frakkland leiða. Markmiðið er að láta raunveruleg réttindi kvenna rætast og átta sig á réttindum kvenna til að tryggja jafnrétti í framtíðinni.

Hvaða fundur er þetta Generation Equality Forum Mexico?

Átakinu Kynslóð jafnréttis verður hleypt af stokkunum í Mexíkó og er markmið fundarins að:

 • Kynna afurðir sex aðgerðabandalaga Kynslóðar jafnréttis og kalla eftir bráðum aðgerðum til framkvæmdar og fjármagni
 • Þróa marghliða femíníska dagskrá til að skerpa á framtíðarsýn Generation Equality Forum sem haldinn verður í París
 • Samþætta fjölþjóðlegt bandalag ríkja til að stuðla að jafnréttisáætlun í öllum ríkjum
 • Á ráðstefnunni fara fram umræður  um skipulegar og kerfislegar hindranir í vegi þess að raunverulegt jafnrétti kynja náist og að mannréttindi kvenna og stúlkna séu virt.
 • Ráðstefnan felur í sér raunverulegt tækifæri til að stuðla að fullri framkvæmd Peking framkvæmdaáætlunarinnar.

Markmið ráðstefnunnar er að styrkja rödd feminískra ungmenna- og kvennasamtaka og kvennahreyfinga um allan heim og eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum.

Á fundinum kynna sex aðgerðabandalög Kynslóðar jafnréttis (e. Action Coalitions of Generation Equality) markmið sín til næstu fimm ára.

En hver eru þessi aðgerðabandalög?

 1. Aðgerðabandalag gegn kynbundnu ofbeldi (e. Gender-based Violence)
 2. Aðgerðabandalag um efnahagsleg réttindi og réttlæti (e. Economic justice and rights)
 3. Aðgerðabandalag um líkamlegt sjálfræði og kyn- og frjósemisréttindi (SRHR) (e. Bodily autonomy and sexual and reproductive health and rights)
 4. Aðgerðabandalag um feminískar aðgerðir í þágu loftslagsréttlætis (e. Feminist action for climate justice)
 5. Aðgerðabandalag um tækni og nýsköpun í þágu jafnrétti kynja (e. Technology and innovation for Gender Equality)
 6. Aðgerðabandalag um feminískar hreyfingar og forystu (e. Feminist movements and leadership)

Ísland er meðal forysturíkja átaksins og leiðir aðgerðabandalagið um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi ásamt Bretlandi, Kenýa og Úrúgvæ.

Fjögur markmið aðgerðabandalags gegn Kynbundnu ofbeldi verður kynnt á fundinum. Tvær starfskonur UN Women á Íslandi eru áheyrnarfulltrúar Stýrihóps íslenskra stjórnvalda sem vinnur að samþættingu aðgerða og fer fyrir málflutningi íslenskra stjórnvalda.

Skrá mig á fundinn

Related Posts