fbpx

Þörfin fyrir mannúðaraðstoð til Gaza eykst – þú getur hjálpað

Heim / Fréttir / Þörfin fyrir mannúðaraðstoð til Gaza eykst – þú getur hjálpað

Fólk yfirgefur heimili sitt í Tal al-Hawa hverfi í Gaza. UNICEF/Eyad El Baba

Tæpar tvær vikur eru liðnar frá því að átök hófust í Ísrael og Gaza, með þeim afleiðingum að mikill fjöldi fólks hefur látið lífið eða særst. Gaza hefur sætt herkví frá því að átök hófust og engin neyðar- eða mannúðaraðstoð borist þeim sem þar búa.

UN Women á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun fyrir konur á Gaza og fjölskyldur þeirra sem búa við gríðarlegan skort og óöryggi. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að senda sms-ið KONUR í númerið 1900 (hvert sms kostar 2.900 kr). UN Women hefur starfað í Palestínu frá árinu 1997 og starfrækt þar ýmis verkefni í þágu kvenna og stúlkna. Við erum á vettvangi og munum áfram veita mikilvægan stuðning og aðstoð.

 

Hver er staðan á Gaza?

Bílalest með mannúðaraðstoð bíður við landamæri Egyptalands

Bílalest með neyðaraðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur beðið við Rafah landamærastöðina í Egyptalandi í viku, en landamærin á milli Gaza og Egyptalands hafa verið lokuð frá því að átökin hófust. Hægt var að senda 20 trukka með aðstoð yfir landamærin á miðvikudag, en Martin Griffiths hjá Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) sagði Gaza í brýnni þörf fyrir töluvert meira magn mannúðaraðstoðar, eða um 100 trukka á dag.

Bandaríkin fella aðra tillögu um tafarlaust mannúðarhlé á Gaza

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að kjósa um ályktun Brasilíu.

Á miðvikudag lagði Brasilía fram tillögu um mannúðarhlé á átökum milli Ísraels og Hamas. Tólf af fimmtán fulltrúum í ráðinu samþykktu ályktunina og voru Bandaríkin eina ríkið sem kaus gegn henni. Rússland og Bretland sátu hjá. Þetta er önnur ályktunin um mannúðarhlé sem sett er fram í Öryggisráðinu og er felld af Bandaríkjunum.

Öryggisráðið er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og hefur það hlutverk að viðhalda friði og öryggi á meðal þjóða. Stofnunin er sú eina innan SÞ sem hefur völd til þess að taka ákvarðanir sem eru bindandi fyrir hin aðildarríki SÞ. Meðlimir Öryggisráðsins eru 15, þar af eru fimm með fast sæti en tíu sem kosnir eru af allsherjarþinginu. Föstu meðlimirnir eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Nóg er að eitt af fimm fastameðlimum Öryggisráðsins kjósi gegn ályktunum, til þess að fella þær.

Átökin ná nú einnig til Vesturbakkans

OCHA segir 79 Palestínubúa, þar af 20 börn, hafa látist í árásum ísraelska hersins á Vesturbakkann síðust tvær vikur. Þá hefur einn ísraelskur hermaður látið lífið í átökum á Vesturbakkanum.
Um 545 einstaklingar, helmingur þeirra börn, hafa flúið Svæði C á Vesturbakkanum frá því að átökin hófust. OCHA segir fólkið hafa flúið vegna aukinna ofsókna og ofbeldis af hálfu landtökufólks.

Hafa miklar áhyggjur af versnandi átökum

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa þungar áhyggjur af þróun mála í Palestínu og Ísrael, og hefur OCHA upplýsingar um að ólögmætum handtökum hafi fjölgað á Vesturbakkanum og í Ísrael, þar sem Ísraelar af arabískum uppruna eru handteknir án ástæðu.

Related Posts
Gaza, stúlka, rústirMany families have moved to the Khan Younis refugee camp, in southern Gaza.