fbpx

Yfirlýsing frá höfuðstöðvum UN Women vegna átakanna á Gaza

Heim / Fréttir / Yfirlýsing frá höfuðstöðvum UN Women vegna átakanna á Gaza

UN Women fordæmir harðlega árásir á almenna borgara í Ísrael og Palestínu og hefur þungar áhyggjur af þeim hörmulegu áhrifum sem átökin hafa á líf fólks, þá einkum kvenna og stúlkna.

Við tökum undir ákall framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að hlutaðeigandi tryggi öryggi borgara og verndi borgaralega innviði. Virða þarf alþjóðalög og alþjóðleg mannréttindalög.

Ástandið á Gaza var alvarlegt áður en þessi hrina átaka hófst og hefur stöðunni hrakað gríðarlega síðan. Þessi átök, líkt og önnur, hafa sértæk áhrif á konur og stúlkur. Krafan um brottflutninga 1,1 milljón einstaklinga frá norðurhluta Gaza, á sama tíma og svæðið sætir herkví, er sérstaklega hættuleg.

UN Women tekur undir ákall framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að tryggja tafarlaust aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka inn á svæðið svo hægt sé að veita neyðaraðstoð. Nauðsynlegt er að tryggja aðstoð til allra þeirra kvenna, stúlkna og barna sem eru í mikilli þörf fyrir mat, vatni og vernd. UN Women tekur einnig undir kröfu framkvæmdastjórans um að gíslum verði sleppt.

UN Women hefur stutt við palestínskar konur frá árinu 1997. Við erum enn á vettvangi og munum halda áfram að veita stuðning og aðstoð eins lengi og þess er þörf.

Related Posts