fbpx

Gaza: „Við þurfum tafarlaust vopnahlé í mannúðarskyni“ – Yfirlýsing frá leiðtogum átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka

Heim / Fréttir / Gaza: „Við þurfum tafarlaust vopnahlé í mannúðarskyni“ – Yfirlýsing frá leiðtogum átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka
Many families have moved to the Khan Younis refugee camp, in southern Gaza.

Frá Khan Younis flóttamannabúðunum í Suður-Gaza. Mynd: WHO

Leiðtogar 18 stofnana Sameinuðu þjóðanna og frjálsra félagasamtaka sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í liðinni viku um stöðuna í Ísrael og á hernumdu landsvæði Palestínu. Þar fordæma leiðtogarnir gíslatöku og árásir á almenna borgara og hjálparstarfsfólk og fara fram á mannúðarvopnahlé tafarlaust.

Hér fyrir neðan má finna þýðingu á yfirlýsingunni eins og hún birtist en hafa ber í huga að síðan hún var birt hefur fjöldi látinna og særðra aukist.

 

NEW YORK/GENF/RÓM,  5. nóvember 2023

Í heilan mánuð hefur heimurinn horft á þróun mála í Ísrael og á hernumdu landsvæði Palestínu, með hryllingi yfir vaxandi fjölda látinna og særðra.

Í Ísrael hafa í kringum 1400 manns verið myrt og þúsundir særð, samkvæmt tölum ísraelskra yfirvalda. Meira en 200 manns, þar á meðal börn, hafa verið tekin sem gíslar. Eldflaugar eru áframhaldandi ógn við fjölskyldur. Þúsundir eru á vergangi. Þetta er hræðilegt.

En hin hræðilegu morð á enn meiri fjölda óbreyttra borgara á Gaza eru svívirðileg, sem og að hefta algjörlega aðgengi 2,2 milljóna Palestínubúa að mat, vatni, lyfjum, rafmagni og eldsneyti.

Samkvæmt Heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hafa hátt í 9500 manns látist, þar af 3900 börn og meira en 2400 konur. Meira en 23000 særðir einstaklingar þurfa á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu að halda, en spítalarnir eru að þolmörkum komnir.

Setið er um heila þjóð og sætir hún árásum, henni er neitað um lífsnauðsynjar og sprengjum rignir yfir heimili, neyðarskýli, spítala og bænahús. Þetta er óásættanlegt.

Meira en 100 árásir gegn heilbrigðiskerfinu hafa verið tilkynntar.

Fjöldi hjálparstarfsfólks hefur týnt lífi sínu, þar á meðal 88 samstarfsfólk okkar frá UNRWA1 – sem er mesti fjöldi starfsfólks Sameinuðu þjóðanna sem nokkurntíma hefur týnt lífinu í einum átökum.

Við ítrekum ákall okkar um að allir aðilar virði skyldur sínar undir alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum.

Við ítrekum ákall okkar um að öllum óbreyttum borgurum sem haldið er í gíslingu verði sleppt tafarlaust og skilyrðislaust.

Óbreyttir borgarar og þeir innviðir sem þeir reiða sig á – þar á meðal spítalar, neyðarskýli og skólar – verða að njóta verndar.

Frekari aðstoð – matur, vatn, lyf og auðvitað eldsneyti, í því magni sem þarf – verður að komast til Gaza til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda, sérstaklega konur og börn, hvar sem þau eru.

Við þurfum tafarlaust mannúðarvopnahlé. Það eru liðnir 30 dagar. Nú er nóg komið. Þessu verður að linna núna.

Undirrituð:

  • Mr. Martin Griffiths, Emergency Relief Coordinator and Under-Secretary-General for Humanitarian Affairs (OCHA)
  • Ms. Sofia Sprechmann Sineiro, Secretary General, CARE International
  • Ms. Jane Backhurst, Chair of ICVA Board (Christian Aid)
  • Mr. Jamie Munn, Executive Director, International Council of Voluntary Agencies (ICVA)
  • Ms. Anne Goddard, Chief Executive Officer and President a.i., InterAction
  • Ms. Amy E. Pope, Director General, International Organization for Migration (IOM)
  • Ms. Tjada D’Oyen McKenna, Chief Executive Officer, Mercy Corps
  • Mr. Volker Türk, United Nations High Commissioner for Human Rights (OHCHR)
  • Ms. Janti Soeripto, President and Chief Executive Officer, Save the Children
  • Ms. Paula Gaviria Betancur, United Nations Special Rapporteur on the Human Rights of Internally Displaced Persons (SR on HR of IDPs)
  • Mr. Achim Steiner, Administrator, United Nations Development Programme (UNDP)
  • Dr. Natalia Kanem, Executive Director, United Nations Population Fund (UNFPA)
  • Mr. Filippo Grandi, United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR)
  • Ms. Maimunah Mohd Sharif, Executive Director, United Nations Human Settlement Programme (UN-Habitat)
  • Ms. Catherine Russell, Executive Director, United Nations Children’s Fund (UNICEF)
  • Ms. Sima Bahous, Under-Secretary-General and Executive Director, UN Women
  • Ms. Cindy McCain, Executive Director, World Food Programme (WFP)
  • Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, Director-General, World Health Organization (WHO)“

 

UN Women hefur stutt við palestínskar konur frá árinu 1997. Við erum enn á vettvangi og munum halda áfram að veita stuðning og aðstoð eins lengi og þess er þörf.

Related Posts
Líbanon, Beirút, Sameinuðu þjóðirnar, Gaza, minnast látinna samstarfsmanna