fbpx

Aldrei fleira starfsfólk SÞ verið drepið við störf og á Gaza

Heim / Fréttir / Aldrei fleira starfsfólk SÞ verið drepið við störf og á Gaza
Líbanon, Beirút, Sameinuðu þjóðirnar, Gaza, minnast látinna samstarfsmanna

Fáninn var dreginn við hálfa stöng í Beirút í Líbanon.

Fáni Sameinuðu þjóðanna var dreginn við hálfa stöng um allan heim í gær, mánudaginn 13. nóvember, til þess að minnast starfsfólks Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) sem látist hafa í átökunum á Gaza.

Aldrei í 78 ára sögu Sameinuðu þjóðanna hefur jafn margt starfsfólk verið drepið við störf sín og nú á Gaza  – 101 starfsmenn UNRWA hafa verið drepnir frá því að átök hófust þann 7. október.

Þögn til að minnast samstarfsfólks

Við starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna um allan heim var fáni Sameinuðu þjóðanna dreginn við hálfa stöng í gær og minntist starfsfólk SÞ kollega sinna sem hafa verið drepin í átökunum með einnar mínútu þögn.

Fólkið sinnti ýmsum störfum á vegum stofnunarinnar áður en þau voru drepin: þau voru skólastjórnendur, kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, kvensjúkdómalæknir, verkfræðingar, sálfræðingar og tæknifólk.

„Starfsfólk UNRWA í Gaza er þakklátt samstöðunni. Í Gaza drögum við fánann þó ekki í hálfa stöng, heldur ber hann hátt og sýnir að við stöndum enn okkar pligt og þjónum Gazabúum,“ var haft eftir Tom White, framkvæmdastjóra UNRWA í Gaza.

 

Áminning um markmið Sameinuðu þjóðanna

Tedros Adhanom Ghebreysus, framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO), var einn yfirstjórnenda Sameinuðu þjóðanna sem minnist samstarfsfólks síns. Hann sagði starfsfólk UNRWA í Gaza vera birtingarmynd þess eldmóðs sem starfsfólk Sameinuðu þjóðanna býr yfir.

„Þau starfa á framlínunni á átakasvæðum og veita þar nauðsynlega mannúðaraðstoð, hjálp og stuðning. Staðfesta þeirra og óbilandi hollusta í þágu friðar, réttlætis og mannúðar er okkur leiðarljós og holl áminning um markmið Sameinuðu þjóðanna.“

Related Posts
Many families have moved to the Khan Younis refugee camp, in southern Gaza.