fbpx

Rómakonur á þing

Heim / Dæmisögur / Rómakonur á þing

moldova_fromwhereistand_riscaniÁrið 2015 hlutu tvær Roma-konur í fyrsta sinn kosningu í stjórnmáum í Moldavíu, önnur þeirra er hin 28 ára gamla Laura Bosnea. Roma-fólk er jaðarsettur hópur í Moldavíu en þar að auki sæta Roma-konur rótgrónu kynjamisrétti þar í landi. Þegar hún ákvað að bjóða sig fram til forystu, ráðlagði formaður flokks hennar henni að sleppa því þar sem hann taldi hlutverk hennar sem kona, felast í heimilisrekstri, barnauppeldi eða við sölustörf á mörkuðum. Áður en Laura bauð sig fram til sveitastjórnakosninga í borginni Rascani, fór hún á nokkur þjálfunarnámskeið í leiðtogahæfni og framkomu á vegum UN Women. Þar hlaut hún meðal annars þjálfun í að flytja ræður, virkja sjálfstraust sitt, fjáröflun og ímyndasköpun. Helstu baráttumál hennar á moldóvska þinginu eru mennta-, æskulýðs- og velferðarmál.

Saga Lauru Bosnea er ótrúleg.

„Þegar ég var 21 árs gömul og nemi í lögfræði, var ég þolandi brúðarstuldurs. Maðurinn bað pabba minn um hönd mína, sem féllst á að gifta mig með því skilyrði að fengi að ljúka laganáminu. Engu að síður varð ég ólétt og eignaðist tvö börn með stuttu millibili og náði ekki ljúka náminu.

Það hentaði mér illa að vera heimavinnandi svo áður en leið á löngu var ég farin að láta til mín taka í ýmsum samfélagsmálum. Sem stolt Roma-kona vildi ég leggja mitt af mörkum við að tryggja að réttindi Roma-fólks væru virt í okkar samfélagi hér í Rascani. Ég gerðist því samfélagslegur sáttasemjari milli Roma-fólks og borgarstjórnarinnar. Það leið ekki á löngu áður en ég var kosin í borgarráð. En þar sem ég er ung kona hef ég mun meira fyrir því að öðlast virðingu og viðurkenningu í mínu starfi.

Eiginmaður minn veitir mér ekki stuðning og heldur því fram að ég yfirgefi börn mín daglega fyrst ég starfa utan heimilisins. Á hverjum degi, stundum heilu sólarhringana strita ég við að reyna hjálpa öðrum börnum innan kerfsins, á meðan barnfóstra sér um mín eigin börn. Þegar eiginmaður minn hneykslast á því reyni ég að sannfæra hann um að tilgangur minn sé að hjálpa þeim sem minna mega sín og berjast fyrir réttlæti.

Loks er barátta mín að skila sér. Síðan ég hóf störf í borgarráði hafa sjötíu og níu Roma-börn verið skráð í skóla. Nú hafa þær götur borgarinnar sem tilheyra Roma-samfélaginu loks rafmagn og ruslatunnur. Þessar umbætur virðast ekki vera stórar en ég þurfti að berjast af hörku fyrir þeim. Í framtíðinni ætla ég að klára laganámið mitt og setja á laggirnar miðstöð fyrir konur og börn sem tilheyra jaðarsettum hópum samfélagsins. Það er minn helsti tilgangur í þessu starfi.“

Related Posts