fbpx

Konur komast að samningaborðinu í Kirgistan

Heim / Dæmisögur / Konur komast að samningaborðinu í Kirgistan
Konur og stúlkur bera hitann og þungann af vatnsskorti sem hrjáir dreifbýlissvæði í Kirgistan en þar er vatnsöflun mestmegnis í verkahring kvenna sem og víðar. Eftir því sem vandamálið versnar þurfa þær að ganga lengri vegalengdir til að sækja vatn, oft eftir að myrkur skellur á sem gerir þær berskjaldaðar fyrir ofbeldi. UN Women er til staðar fyrir dreifbýliskonur Kirgistan og aðstoðar þær við að auka öryggi sitt og tekjur.

Shakodat Teshebayeva, 50 ára gömul kona frá þorpinu Khalmion er eina fyrirvinna heimilis síns en hún hefur tekjur sínar af landbúnaði eins og flestir íbúar á svæðinu. Vegna loftslagsbreytinga snjóar minna í fjallinu sem vanalega fyllir jökulárnar sem er helsta vatnsauðlind bænda á svæðinu.

„Skortur á aðgengi að vatni hefur slæm áhrif á uppskeruna mína, fæðuöryggi og viðskiptatækifæri“ segir Shakodat. „Að sækja vatn að nóttu til er óvænlegur kostur fyrir konur þar sem þær óttast að geta orðið fyrir ofbeldi, auk þess sem slík vinna getur haft langvarandi áhrif á heilsu þeirra“.

Fyrir tveimur árum ákvað Shakodat að taka málin í eigin hendur og stofnaði hagsmunasamtök kvenna til að berjast fyrir jöfnu aðgengi að vatnsauðlindum á svæðinu. Hún byrjaði að sækja fundi fyrir hagsmunaaðila sem var á þeim tíma alfarið stjórnað af körlum sem tóku allar ákvarðanir án aðkomu eða tillits til kvenna. Á fundunum talar hún máli kvenna og virkjar þær til þátttöku í umræðunni um vatnsstjórnarmál. 

UN Women vinnur að því að hleypa fleiri konum að samningsborðinu og gera þeim kleift að hafa áhrif á mótun mála er varða þeirra hversdagslíf, lifibrauð og öryggi. Þá hljóta þær einnig starfsþjálfun þar sem þær læra mismunandi leiðir til að hámarka tekjur sínar. Í dag eru yfir 170 þátttakendur í verkefninu og Shakodat hefur tekist að semja um rétt kvenna á svæðinu til að sækja vatn í dagsbirtu en það hefur mikil áhrif á öryggi þeirra.

Þú getur stutt við konur eins og Shakodat með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili UN Women hér.

Related Posts