Fundarboð á aðalfund landsnefndar UN Women á Íslandi 2019

Home / Óflokkað / Fundarboð á aðalfund landsnefndar UN Women á Íslandi 2019

Aðalfundur landsnefndar UN Women verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl klukkan 17.00 í miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 176, fimmtu hæð.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Formaður UN Women á Íslandi skýrir frá viðfangsefnum félagins og rekstri þess á liðnu starfsári.
  3. Rekstrar- og efnahagsreikningar landsnefndar fyrir liðið starfsár eru kynntir og lagðir fram til samþykktar.
  4. Tillaga um lagabreytingu kynnt og lögð fram til samþykktar.
  5. Kjör stjórnar og formanns.
  6. Kjör endurskoðanda.
  7. Önnur mál:
    Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni og tillögur sem löglega eru upp bornar

Fundurinn er opinn. Félagar UN Women sem greitt hafa félagsgjöld sl. ár eða eru mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi og hafa greitt í minnst sex mánuði, hafa rétt á að bjóða sig fram til stjórnar og hafa atkvæðisrétt. Við minnum á að framboð til stjórnar þarf að berast þremur virkum dögum fyrir aðalfund (5. apríl) á stella@unwomen.is

Við hvetjum ykkur öll sem hafið áhuga til þess að mæta!

Related Posts