fbpx

UN Women á Íslandi sendir hæsta framlagið þriðja árið í röð

Heim / Fréttir / UN Women á Íslandi sendir hæsta framlagið þriðja árið í röð

Stjórn UN Women á Íslandi. Frá vinstri, Bergur Ebbi, Kristín, Magnús Orri, Arna, Soffía, Örn Úlfar og Fanney. Á myndina vantar Ólaf Stefánsson og Þóreyju Vilhálmsdóttur.

Aðalfundur UN Women á Íslandi fór fram í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 11.apríl þar sem ársskýrsla og ársreikningur samtakanna var kynntur.

Arna Grímsdóttir, stjórnarformaður UN Women, flutti stutta tölu um helstu verkefni og árangur í starfi samtakanna á árinu 2018. Landsnefndin hefur eflst og stækkað jafnt og þétt undanfarin ár og nam framlag landsnefndarinnar til alþjóðlegra verkefna UN Women á árinu rúmlega 107 milljónum íslenskra króna og jókst því um 13 milljónir milli ára. Árið 2018 sendi UN Women á Íslandi hæsta framlag allra þrettán landsnefnda UN Women, þriðja árið í röð þá óháð höfðatölu.

Engar breytingar urðu á stjórn landsnefndarinnar og sitja því eftirfarandi meðlimir áfram í stjórn samtakanna: Arna Grímsdóttir, formaður, Fanney Karlsdóttir, varaformaður, Kristín Ögmundsdóttir, gjaldkeri auk þeirra sitja í stjórn Bergur Ebbi Benediktsson, Magnús Orri Schram, Ólafur Stefánsson, Soffía Sigurgeirsdóttir, Örn Úlfar Sævarsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Situr því stjórn annað árið í röð sem skipuð er til jafns konum og körlum einnig fyrst allra landsnefnda UN Women.

Þess ber að geta að verið er að leggja lokahönd á ársskýrslu samtakanna sem verður aðgengileg hér á unwomen.is innan skamms.

Við hjá UN Women á Íslandi þökkum þeim rúmlegu 7.300 mánaðarlegu styrktaraðilum sem styðja við bága stöðu kvenna og stúlkna víða um heim með mánaðarlegu framlagi sem og öðrum styrktaraðilum og velunnurum.

Saman erum við svo sannarlega sterkari!

Related Posts