Viltu breyta heiminum? – Sumarstarfsfólk óskast hjá UN Women

Home / Fréttir / Viltu breyta heiminum? – Sumarstarfsfólk óskast hjá UN Women

Viltu breyta heiminum?

UN Women á Íslandi leitar að hörkuduglegu og skemmtilegu sumarstarfsfólki í fjáröflunarteymi samtakanna í sumar. Starfið felst í því að kynna starfsemi UN Women og bjóða fólki að gerast styrktaraðilar með götukynningum. Um er að ræða hálft starf og er vinnutími frá 14 -18 alla virka daga.

Hæfniskröfur:

· Mjög góð samskiptahæfni og hrífandi framkoma

· Samviskusemi og áreiðanleiki

· Reynsla af sölumennsku er kostur

· Áhugi á jafnréttismálum er kostur

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi, í síma 552-6200. Umsóknir sendist á snaedis@unwomen.is til og með 5. maí.

Related Posts