fbpx

Ársskýrsla landsnefndar UN Women á Íslandi 2019

Heim / Fréttir / Ársskýrsla landsnefndar UN Women á Íslandi 2019

Þrítugasta afmælisár UN Women var viðburðaríkt með eindæmum eins og sjá má í nýútkominni ársskýrslu UN Women á Íslandi 2019.

Umsvif íslenskrar landsnefndar UN Women jukust töluvert á árinu og er það helst að þakka ljósberum sem styrkja starfið með mánaðarlegum framlögum. Aldrei hafa jafnmörg gengið til liðs við landsnefndina á einu ári en tæplega 3.000 nýir ljósberar bættust í hópinn á árinu.

Þökk sé ljósberum og samstarfsaðilum tókst UN Women á Íslandi að senda hæsta fjárframlag allra landsnefnda til verkefna UN Women óháð höfðatölu, fjórða árið í röð.

Við hjá UN Women á Íslandi þökkum hjartanlega þeim rúmlegu 9.200 ljósberum sem styðja við konur og stúlkur víða um heim með mánaðarlegu framlagi, sem og öðrum styrktaraðilum og velunnurum.

Líkt og fyrri ár er ársskýrslan eingöngu gefin út á rafrænu formi af umhverfisástæðum.

Related Posts