fbpx

„Afrískar stúlkur eru framtíðin“

Heim / Dæmi um styrktarverkefni / „Afrískar stúlkur eru framtíðin“

Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women og Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women.

„Það er ekkert sem réttlætir iðkun þessara skaðlegu siða. Engar hefðir, trúarskoðanir eða læknisfræðilega ástæður. Limlestingar á kynfærum kvenna og þvinguð barnahjónabönd eru skaðleg að öllu leyti,“ sagði Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women á fyrsta alþjóðlega leiðtogafundi um baráttu gegn limlestingum á kynfærum kvenna og barnahjónaböndum, sem haldinn var í Dakar, Senegal og lauk í gær.

Hún hvatti jafnframt þjóðarleiðtoga Afríku til að taka ungar konur sem berjast fyrir bættum réttindum kvenna og stúlkna, alvarlega og til fyrirmyndar. Styðja við þeirra baráttu og styrkja til framfara og sagði því: „Afrískar stúlkur eru framtíðin.“

Markmið leiðtogafundarins er að leiða saman ríkisstjórnir, trúarleiðtoga og aðra hagsmunaaðila ríkja Afríku og samhæfa aðgerðir um hvernig leggjast þarf á eitt við að útrýma þessum skaðlegu siðum. Fundurinn var skipulagður og haldinn af ríkisstjórnum Gambíu og Senegal í samstarfi við UN Women, UNFPA, UNICEF og Alþjóðabankann. Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku var ein af lykilskipuleggjendum og mælendum fundarins.

Limlestingar á kynfærum kvenna eru útbreitt mannréttindabrot sem sviptir konur heilsu, sæmd og yfirráðum yfir eigin líkama og dregur þær í mörgum tilfellum til dauða. Eitt af höfuðmarkmiðum UN Women er að útrýma limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna og uppræta barnahjónbönd. Í fremstu fylkingu þeirrar baráttu stendur Dukureh. Hún er fædd í Gambíu árið 1989 en býr í dag í Bandaríkjunum og hefur tileinkað lífi sínu baráttunni. Í dag skipuleggur hún fundi sem þessa, ferðast um Afríku með fræðslu að vopni og segir sögu sína og vinnur að því að uppræta þennan skaðlega sið.

Á leiðtogafundinn mættu yfir 300 manns hvaðanæva frá Afríku staðráðin í að uppræta þessa skaðlegu siði sem eiga eru enn víða iðkaðir fyrst og fremst vegna kynjamismunar og fátækar.

Related Posts