fbpx

4 milljónir íbúa Haítí þurfa á brýnni aðstoð að halda

Heim / Dæmi um styrktarverkefni / 4 milljónir íbúa Haítí þurfa á brýnni aðstoð að halda

Haítí, ágúst 2021, jarðskjálfti UN Women

Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir vesturhluta Haíti þann 14. ágúst, manntjón og eyðilegging er mikil. Um fjórar milljónir íbúa eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, þar af um 60% konur og stúlkur. UN Women veitir kvenmiðað neyðaraðstoð á Haítí, tryggir öryggi kvenna, stuðlar að uppbyggingu og dreifir matvælum.

Jarðskjálfti að stærð 7,2 reið yfir vesturhluta Haíti þann 14. ágúst síðastliðinn  Ellefu ár eru frá síðasta stóra skjálfta á Haíti. Sá varð á þriðja hundrað þúsund manns að bana og lagðist stór hluti höfuðborgarinnar Port-au-Prince í rúst af völdum skjálftans.

Talið er að  1.941 hafi látist í skjálftanum í ágúst og rúmlega 10.000 slasast. Um 84.000 heimili eyðilögðust auk innviða sem hefur haft bein áhrif á líf meira en 800.000 einstaklinga.

Um 4 milljónir íbúa Haítí þurfa á brýnni neyðaraðstoð að halda, 60% þeirra eru konur og stúlkur, að mati Sameinuðu þjóðanna

 

Haítí, eldavél, jarðskjálfti, 2021

UN Women hefur verið á staðnum frá upphafi og veitir kvenmiðaða neyðaraðstoð með því að  tryggja öryggi kvenna, stuðla að uppbyggingu og dreifa matvælum.

UN Women leggur sérstaka áherslu á veita neyðaraðstoð til berskjölduðustu hópanna, nálgast ekkjur, konur með fatlanir og ungar og einstæðar mæður þar sem þær teljast vera í sérlega viðkvæmri stöðu.

Verkefni UN Women á Haítí fela í sér að:

  • Koma upp athvörfum fyrir þolendur heimilisofbeldis
  • Koma upp neyðarteymi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, en kynbundið ofbeldi jókst um 377% árið 2020
  • Veita konum í neyð neyðarpakka sem innihalda handklæði, sápur, andlitsgrímur, klósettpappír, tannbursta, tannkrem og aðrar nauðsynjar
  • Styðja við framleiðslu kvenkyns bænda
  • Veita konum fjárstuðning til að koma undir sig fótunum
  • Dreifa eldavélum og tólum til eldamennsku
  • Veita konum og kvenreknum grasrótarsamtökum farsíma, sólarorkugjafa, lampa, og hleðslutæki svo þau geti haldið starfi sínu áfram

Þú getur stutt við verkefni UN Women í Haítí með því að gerast ljósberi.

Related Posts
Pramila Patten, UNW