fbpx

Talibanar hvattir til að standa vörð um réttindi kvenna

Heim / Fréttir / Talibanar hvattir til að standa vörð um réttindi kvenna
Pramila Patten, UNW

Pramila Patten, sitjandi framkvæmdarstýra UN Women

Framkvæmdarstýra UN Women hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún hvetur talibana til þess að bjóða konum sæti í stjórn sinni.

„Haft hefur verið eftir talsmanni talibana að þeir ætli að standa vörð um réttindi kvenna „innan ramma islam“, þar með talið rétt kvenna til að starfa, mennta sig og taka fullan þátt í samfélaginu. Þátttaka kvenna í nýrri stjórn talibana í Afganistan verður fyrsti prófsteinn þeirra,“ segir í yfirlýsingu Pramila Patten, starfandi framkvæmdarstýru UN Women.

Svo friður og framþróun fái að dafna í Afganistan er mikilvægt að tryggja aðkomu afganskra kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Full þátttaka kvenna í samfélaginu valdeflir ekki aðeins þær, heldur samfélagið allt. Stjórn talibana þarf að stíga ákveðið til jarðar í jafnréttismálum og sjá til þess að konur komi áfram að ákvarðanatökum, ekki aðeins á landsvísu heldur einnig á alþjóðavísu, svo þær geti áfram lagt sitt af mörkum í þágu jafnréttis, framþróunar og friðar.

Stjórnarskrá Afganistans, sem samþykkt var árið 2004, kverður á um jafnan rétt allra íbúa landsins, óháð kyni og stöðu. Þá samþykkti afganska stjórnin árið 2015 að innleiða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr 1325 um konur, frið og öryggi. Ályktun þessi er bindandi.

„Ég hvet stjórn talibana til að láta verkin tala og standa vörð um réttindi borgara sinna; tryggja aðkomu kvenna í ákvarðanatökum; tryggja öryggi kvenna og réttindi þeirra; tryggja fjölbreytileika í stjórn sinni, þ.m.t. aðkomu kvenna,“ segir Pramila Patten

Öryggisráð Sþ samþykti ályktun í lok ágúst sem ítrekar mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi og almenn réttindi kvenna. Afganskar konur hafa barist hetjulega fyrir auknum kvenréttindum og tekið skref í átt að meiri jöfnuði. Það má ekki gerast að afganskar konur horfi upp á það að þessi nýfengnu réttindi séu nú hrifsuð af þeim.

Related Posts
Mars ProppéHaítí, jarðskjálfti, 2021, UN Women