fbpx

Yfirlýsing frá UN Women í Afganistan: Baráttan fyrir afganskar konur og stúlkur heldur áfram

Heim / Fréttir / Yfirlýsing frá UN Women í Afganistan: Baráttan fyrir afganskar konur og stúlkur heldur áfram

UN Women í Afganistan hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að samtökin haldi starfsemi sinni áfram þar í landi og að aldrei hafi baráttan fyrir konur og stúlkur verið jafn mikilvæg og nú. 

   Mynd: UN Women í Afganistan

,,Baráttan fyrir réttindum kvenna er hörð alls staðar í heiminum. En hvergi hafa fleiri líf verið undir henni komin en í Afganistan þessa dagana. Hvergi í heiminum hefur umboð okkar verið meira véfengt, ástæða tilveru okkar verið meira dregin í efa og áhrif okkar verið meira undir nálarauga en í Afganistan.

Nýjasta aðförin að kvenréttindum – að banna afgönskum konum að vinna fyrir frjáls félagasamtök og Sameinuðu þjóðirnar – brýtur gegn því hver við erum, hvað við trúum á og þau gildi sem alþjóðasamfélagið var byggt á. Það er hápunkturinn á næstum tveimur árum af skipunum, tilskipunum og hegðun sem hafa haft það að markmiði að eyða afgönskum konum og stúlkum kerfisbundið úr opinberu lífi.

Brýnasta spurningin sem við stöndum frammi fyrir núna er hvernig við höldum áfram á reglubundinn hátt á tímum þessarar alvarlegustu mannúðar- og kvenréttindakreppu sem við höfum staðið frammi fyrir í heiminum. Frá 4. apríl hefur allt starfsfólk okkar á landsvísu – karlar og konur – sinnt starfi sínu í fjarvinnu. Sjötíu prósent (70%) starfsfólks okkar eru konur. Fimmtíu og fimm prósent (55%) af starfsfólki okkar í Afganistan eru konur. UN Women líður sérstaklega fyrir þessar takmarkanir sem beinast gegn konum. En við munum ekki halda starfi okkar áfram með eingöngu karlkyns starfsfólk. Við munum ekki gefast upp á meginreglu okkar um að vinna með konum, fyrir konur.

Þessi áskorun á sér ekkert fordæmi, en skuldbinding okkar við konur og stúlkur í Afganistan er sterkari en nokkru sinni áður. Við verðum áfram í Afganistan og við munum halda áfram að vinna að nýsköpun, betrumbæta og hugsa hlutina upp á nýtt. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja árangur sem hefur áhrif á líf kvenna og stúlkna. Við verðum og munum marka leið fram á við. Fyrir UN Women mun þessi leið áfram hafa tvennt að leiðarljósi – áhersla á raddir afganskra kvenna og stúlkna með gildin okkar að leiðarljósi.

Baráttan fyrir réttindum kvenna í Afganistan snýst ekki aðeins um réttindi afganskra kvenna og stúlkna. Hún snýst um baráttuna fyrir réttindum hverrar einustu konu um allan heim sem hefur einhvern tíma verið kúguð eða þögguð niður fyrir það eitt að vera kona.“

 

 

Related Posts