fbpx

UN Women á Íslandi þakkar Rafiðnarsambandi Íslands fyrir frábært samstarf

Heim / Fréttir / UN Women á Íslandi þakkar Rafiðnarsambandi Íslands fyrir frábært samstarf

UN Women á Íslandi færði þingfulltrúum Rafiðnaðarsambandsins FO húfur á ársþingi RSÍ í apríl sl.

 

Árangursríku og ánægjulegu samstarfi Rafiðnaðarsambands Íslands og UN Women á Íslandi lauk nú á dögunum en árið 2019 skrifuðu þau undir samstarfssamning til fjögurra ára. 

Í samstarfinu fólst Rafiðnaðarsambandið styrkti starf UN Women á Íslandi um 2,5 m.kr. á ári og í staðinn miðluðu samtökin reynslu sinni og þekkingu á jafnréttismálum.

Fyrsti liður í samstarfinu var halda Rakararstofuráðstefnu á ársþingi RSÍ árið 2019 en markmið var skapa rými til ræða jafnréttismál og hvernig við öll, með sérstakri áherslu á karlmenn og stráka, getum orðið virkari í baráttunni fyrir kynjajafnrétti enda um heildarhagsmuni samfélagsins ræða. Ráðstefnan gekk vonum framar og fundu samtökin það var mikill áhugi á meðal félagsfólks ræða um kynjajafnrétti og hvernig jafna mætti hlut kynjanna hjá aðildarfélögum.

Margföldunaráhrif og árangur

Samstarf sem þetta er samtökum á borð við UN Women á Íslandi gríðarlega mikilvægt. Styrkurinn hefur gert samtökunum kleift fjárfesta í innviðum og efla getu sína og færni í götukynningum. Götukynningar er ein af farsælustu kynningarog fjáröflunarleiðum samtakanna og þær gera samtökunum mögulegt eiga samtal við almenning um mikilvægi jafnréttismála og stöðu þeirra á heimsvísu.

Götukynningar hafa farið fram yfir sumartímann síðustu ár og hafa skilað sér í mikilli fjölgun mánaðarlegra styrktaraðila samtakanna, svokallaðra ljósbera. Með fjölgun ljósbera og mánaðarlegu framlagi þeirra hafa tíu milljónirnar margfaldast og skilað UN Women á Íslandi rúmlega 74.000.000 m.kr. í tekjur. Margföldunaráhrifin eru ótvíræð og munu halda áfram styðja við starf UN Women við gera heiminn betri fyrir konur og stúlkur. Þetta mikilvæga framlag hefur átt sinn þátt í því UN Women á Íslandi hefur undanfarin ár verið senda hæsta fjárframlag allra þrettán landsnefnda á heimsvísu.

Ekki hefur verið vanþörf á auknum fjármunum til verkefna UN Women á heimsvísu í ljósi mikils bakslags í jafnréttismálum og þeirra neyðar sem ríkir í heiminum í dag. Á samstarfstímabilinu hafa verkefnin verið ærin. Meðal verkefna nefna viðbrögðin við því mikla bakslagi sem hefur orðið í jafnréttismálum í kjölfar COVID, stríðið í Úkraínu, hræðilegur veruleiki sem blasir við konum og stúlkum í Afganistan eftir valdatöku talíbana og þær erfiðu aðstæður sem konur eru takast á við í Súdan.  

Rafiðnaðarsamband Íslands fyrirmynd

Samstarf UN Women á Íslandi við Rafiðnaðarsambandið er orðið fyrirmynd fyrir önnur fyrirtæki og stofnanir. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samtökin fyrirtæki sjái hag sinn í því fara í langtíma samstarf við samtökin. Það gerir UN Women á Íslandi betur kleift fjárfesta í mikilvægum innviðum til takast betur á við þann flókna og erfiða veruleika sem blasir við konum og stúlkum svo víða um heim.

Samkvæmt skýrslu UN Women, Progress on the sustainable development goals: The gender snapshot 2022 er heimsmarkmið nr. 5 styst á veg komið af öllum heimsmarkmiðunum sautján. Heimsmarkmiðin veita fyrirtækjum og öðrum hagaðilum sameiginlegan ramma til tryggja betur sjálfbæran rekstur. Það er gríðarlega mikilvægt ólíkir aðilar taki sig saman við hraða fyrir breytingum í þágu kvenna og stúlkna því það er í þágu allra.

UN Women á Íslandi hefur metnað og vilja til að miðla þekkingu sinni í kari mæli til fyrirtækja og því sem er efst á baugi hjá UN Women hverju sinni, sem viðkemur jafnréttismálum, stjórnun og rekstri fyrirtækja. Eins vill UN Women á Íslandi ra af sínum samstarfsfyrirtækjum um hv gengur vel og hvar þeirra helstu áskoranir liggja í jafnréttismálum.

UN Women á Íslandi þakkar Rafiðnarsambandi Íslands innilega fyrir frábært samstarf sem hefur haft margföldunaráhrif út um allan heim.  




Related Posts