fbpx

Sima Bahous gagnrýnir bann talíbana á störf afganskra kvenna

Heim / Fréttir / Sima Bahous gagnrýnir bann talíbana á störf afganskra kvenna

Sima Bahous, framkvæmdastýra UN Women, gagnrýnir ákvörðun talíbana um að banna afgönskum konum að starfa fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna.

Sima Sami Bahous, framkvæmdastýra UN Women, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar talíbanastjórnarinnar í Afganistan um að banna afgönskum konum að starfa fyrir þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem sinna mannúðarverkefnum í landinu. Hún segir UN Women ekki ætla að skipta starfskonum sínum út fyrir karlmenn. Að neðan má lesa yfirlýsingu Simu Bahous.

UN Women gagnrýnir harðlega þá ákvörðun talíbanastjórnarinnar í Afganistan um að banna afgönskum konum að starfa fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. UN Women stendur með samstarfsfólki sínu í Afganistan og konum í Afganistan sem halda áfram að stefna lífi sínu í hættu til að þjóna samlöndum sínum. Við stöndum með grundvallarmannréttindum þeirra, mannréttindum sem bundin eru í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. UN Women mun ekki ráða karlmenn í stað kvenkyns starfsfólks stofnunarinnar í Afganistan.

Sameinuðu þjóðirnar starfa samkvæmt þeirri hugsjón að þjóna öllum og gleyma engum. UN Women er staðfast í því að halda áfram að veita lífsbjargandi aðstoð og þjónustu til kvenna og stúlkna í Afganistan. Það ríkir gríðarleg neyð í Afganistan þar sem tveir þriðju þjóðarinnar, um 28,3 milljónir einstaklinga, þurfa nauðsynlega á neyðaraðstoð að halda svo það geti dregið fram lífið. Næstum fjórðungur heimila í Afganistan er rekinn af konum (e. female-headed household).

Afganir þurfa á meiri mannúðaraðstoð að halda, ekki minni. Í nýlegri heimsókn minni til landsins hitti ég og ræddi við afganskar konur. Á þessum róstursömu tímum er mikilvægt að gleyma þeim ekki. Sú ákvörðun að banna reynslumiklum konum að starfa við mannúðar- og þróunaraðstoð heftir aðgengi afganskra kvenna og stúlkna að lífsbjargandi aðstoð.

Talíbanastjórnin viðurkennir ekki rétt kvenna og stúlkna til menntunar né rétt þeirra til þátttöku í opinberu lífi eða á atvinnumarkaði og með því valda þeir Afganistan meiri skaða en þörf er á. Með hverri konu og stúlku sem þvinguð er inn á heimilið, verður skaðinn fyrir afganskt samfélag meiri.

UN Women tekur undir orð framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og kallar eftir því að talíbanastjórnin afturkalli þetta bann tafarlaust, sem og þau bönn sem aftra konum og stúlkum frá því að vinna, mennta sig og ferðast. Við munum halda áfram að kalla eftir því að talíbanar afnemi allar takmarkanir sem þeir hafa lagt á á réttindi kvenna og stúlkna frá því þeir tóku völd í ágúst 2021.

Related Posts
Iryna Kamienieva, Þórdísi Claessen, Stella Samúelsdóttir, Bjarney