fbpx

UN Women berst gegn ebólu

Heim / Fréttir / UN Women berst gegn ebólu

Ebola SierraLeone woman 400x267Markmið UN Women í baráttunni gegn ebólu er að styðja við verkefni sem miða að því vekja fólk til vitundar um smitleiðir og hvernig eigi að bregðast við.

Í Síerra Leone hefur yfir 1. 5 milljón manna notið góðs af verkefninu Ose-to Ose Ebola Tok, hús úr húsi, sem er herferð styrkt af UN Women og öðrum stofnunum.  Um 29 þúsund sjálfboðaliðar ferðuðust milli bæja á þriggja daga tímabili, bönkuðu upp á og spjölluðu við fjölskyldur um hinar ýmsu leiðir til þess að koma í veg fyrir smit og hvert eigi að leita ef grunur liggur á smiti. Herferðin gekk vonum framar og náðu sjálfboðaliðarnir til yfir 80 prósent af heimsóttum heimilum.
UN Women vinnur einnig hörðum höndum að því að endurbyggja endurhæfingarstöðvar sem notaðar voru í borgarastyrjöldinni í samstarfi við velferðar-og jafnréttisráðuneyti Síerra Leone svo að börn sem misst hafa foreldra sína og börn sem skilin hafa verið eftir eigi samastað.  Þessar endurhæfingarstöðvar eru einnig griðastaður fyrir hjúkrunarkonur sem hafa verið útskúfaðar af samfélaginu vegna vinnu sinnar með ebólu-smituðum.
Þá hefur UN Women einnig kostað útvarpsauglýsingaherferð gegn ebólufaraldrinum, fræðslu fyrir þorps-og trúarleiðtoga og í bígerð er upplýsingabæklingur ætlaður heilbrigðisstarfsmönnum í landinu. Sá bæklingur mun mun styðja við núverandi herferð sem miðar að því að hvetja barnahafandi konur og mæður með börn á brjósti að leita til heilbrigðisþjónustu í Gíneu, Líberíu og Síerra Leone.

Related Posts